Skip navigation

Algengar spurningar
Spurt & svarað

Hér má finna svör við algengum spurningum

Námskeið

Það eru jafnan haldin tvö byggingakrananámskeið á ári. Oftast eitt yfir veturinn og eitt í byrjun sumars.

 

Nei. Boðið er upp á frumnámskeið þar sem fjallað er um sex flokka minni vinnuvéla, þar á meðal á lyftara.

Námskeið er 27 tímar og er kennt í gegnum Teams-fjarfundakerfið. Námskeiðið er haldið á þremur dögum og að öllu jöfnu innan hefðbundins vinnutíma, það er frá  9:00 til 15:30.  Bóklegt próf er í lok námskeiðs og þurfa þátttakendur að mæta á einhverja af starfsstöðvum  Vinnueftirlitsins til að þreyta prófið.

Námskeiðið er fræðilegt og ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að fara með sprengiefni og annast sprengivinnu samkvæmt reglugerð um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar.

Námskeiðin eru fyrir ökumenn sem flytja hættulegan farm. Þau eru bæði bókleg og verkleg og lýkur með prófi.

Til að fá vottorð Vinnueftirlitsins um næga kunnáttu til sprengivinnu þarf að fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

  • Vera orðin 20 ára.
  • Hafa sótt námskeið  um meðferð sprengiefna sem Vinnueftirlitið viðurkennir og staðist bóklegt próf.
  • Hafa staðist verklegt próf, sem prófdómari á vegum Vinnueftirlitsins hefur lagt fyrir.

Einu sinni á ári. Yfirleitt á vorin.

Asbestnámskeiðið er netnámskeið unnið í samstarfi við Iðuna fræðslusetur. Það er haldið annan hvern mánuð.

Vinnueftirlitið heldur byggingakrananámskeið og frumnámskeið sem er fyrir minni vinnuvélar.

Frumnámskeiðið veitir bókleg réttindi á:

  • Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni – J flokkur
  • Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) – I flokkur
  • Körfukrana og steypudælur – D flokkur
  • Valtara – L flokkur
  • Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag – M flokkur
  • Hleðslukranar – P flokkur

Já námskeiðið er netnámskeið unnið í samstarfi við Iðuna fræðslusetur.

Námskeiðið er haldið sem fjarnámskeið í gegnum Teams fjarfundakerfið. Námskeiðið er 32 kennslustundir sem dreifast yfir 2,5 vikur. Þátttakendur taka þátt í tímasettri dagskrá ásamt því að hlusta á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og stunda sjálfsnám á tímabilinu.

Námsmat fer fram með því að prófa úr almennum hluta námsins. Einnig vinnur nemandi sjálfstætt verkefni á því sviði/sviðum sem hann sækist eftir viðurkenningu á.

 

Það tekur um það bil tólf klukkustundir að fara í gegnum námskeiðið og er það aðgengilegt þátttakendum í eina viku. Hægt er að skipta því upp að vild og taka það á þeim tíma sem hverjum og einum hentar.  Þó er hvatt til að námskeiðið sé tekið á vinnutíma.

 

Skráning fer fram á skráningarsíðu stofnunarinnar, skraning.ver.is.

Hér er yfirlit yfir námskeið í boði.

Allar upplýsingar um námskeið Vinnueftirlitsins er að finna á heimasíðunni okkar undir þjónusta.

 

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem sækjast eftir viðurkenningu Vinnueftirlitsins til að starfa sem þjónustuaðilar eða sérfræðingar samkvæmt neðangreindri reglugerð.

Einstaklingar sem sækja námskeiðið skulu hafa hlotið menntun á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðrum sambærilegum sérsviðum. Þeir skulu hafa grunnþekkingu til að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta, svo sem eðlisfræðilegra, efnafræðilegra, líffræðilegra og sálfræðilegra þátta í vinnuumhverfi.

Reikningar

Alla reikninga Vinnueftirlitsins sem greiddir eru með vefgreiðslum er að finna á island.is. Vegna annarra reikninga má senda fyrirspurn á vinnueftirlit@ver.is.

Reikninga vegna skoðana á vinnuvélum og tækjum má finna á island.is

Alla reikninga vegna skoðunargjalda Vinnueftirlitsins má finna á island.is.

Beiðnir um hreyfingalista má senda á vinnueftirlit@ver.is. Hreyfingalista fyrir skoðunargjöld má líka finna á island.is.

Mörg stéttarfélög endurgreiða ýmsan kostnað vegna námskeiða, annarrar fræðslu eða töku réttinda. Gott er að hafa samand við eigið stéttarfélag til að kanna rétt sinn.

Reikningar vegna skoðunargjalda Vinnueftirlitsins fara ætíð á skráðan eiganda. Eigendaskipti er hægt að framkvæma rafrænt í gegnum Mínar síður á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Athugasemdir vegna reikninga er hægt að senda á vinnueftirlit@ver.is.

Vinnuvélaréttindi

Til að öðlast réttindi á vinnuvélar þarf að sitja bóklegt námskeið um stjórn og meðferð vinnuvéla.  Frumnámskeið veitir réttindi til að taka verklegt próf á minni gerðir vinnuvéla. Grunnnámskeið veitir réttindi til að taka verklegt próf á allar gerðir vinnuvéla.

Að bóklegu námskeiði loknu fer fram verkleg þjálfun undir leiðsögn aðila sem hefur tilskilin réttindi. Einnig er hægt að fá þjálfun og taka verkleg próf í vélahermi hjá Vinnueftirlitinu.

Að lokinni verklegri þjálfun á vinnustað fer fram verklegt próf sem sótt er um hér á vefnum. Að loknu verklegu prófi er gefið út vinnuvélaskírteini sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél.

Auk hefðbundinnar útgáfu á vinnuvélaskírteini er hægt að sækja um stafrænt vinnuvélaskírteini. Stafræna skíteinið birtist í island.is appinu samhliða útgáfu hefðbundins skíteinis og úr appinu er hægt að sækja það inn í „veski“ þeirra snjalltækja sem það styðja.

Verðið má finna undir lið 108 í gjaldskrá Vinnueftirlitsins.

Almenn vinnuvélaréttindi gilda til sjötugs en réttindi á krana þarf að endurnýja á tíu ára fresti. Skila ber læknisvottorði með beiðni um endurnýjun.

Það er gert með því að hafa samband í gegnum vinnueftirlit@ver.is eða með því að koma í afgreiðslu VER. Þegar verið er að endurnýja útrunnin réttindi ber að skila inn læknisvottorði (almennt vottorð).

Vinnuvélaskírteinið er sent í pósti til skírteinishafa eða greiðanda ef um er að ræða reikningsviðskipti.

Auk hefðbundinnar útgáfu á vinnuvélaskírteini er hægt að sækja um stafrænt vinnuvélaskírteini. Stafræna skíteinið birtist í island.is appinu samhliða útgáfu hefðbundins skíteinis og úr appinu er hægt að sækja það inn í „veski“ þeirra snjalltækja sem það styðja.

Til að fá útgefið vinnuvélaskírteini þarf meðal annars að hafa gilt ökuskírteini. Því er ekki hægt að öðlast réttindi til að stjórna vinnuvélum nema að hafa tekið bílpróf.

Vinnuvélaréttindi verða ekki ógild um leið og ökuréttindi en þau takmarkast við afgirt svæði og lóð fyrirtækis. Lögreglan sker úr um hvar umferðarlög gilda ef vafi kemur upp.

Íbúar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hafa rétt á að fá vinnuvélaréttindi frá aðildarríkjum EES viðurkennd í öðrum löndum EES í samræmi við lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

Vinnueftirlit þess lands sem sótt er um viðurkenningu í metur réttindin inn í sitt kerfi.

Til þess að geta farið í verklegt próf og öðlast vinnuvélaréttindi þarf próftaki að hafa lokið bóklegu námskeiði hjá Vinnueftirlitinu eða öðrum aðilum sem bjóða upp á vinnuvélanámskeið ásamt verklegri þjálfun undir leiðsögn leiðbeinanda. 

Ef umsækjandi ætlar að greiða sjálfur fyrir verklega prófið þá velur hann einstaklingsskráningu og þá lýkur skráningarforminu með því að hann fer inn á greiðslusíðu og greiðir með korti.

Ef fyrirtæki ætlar að standa straum af kostnaði við verklega prófið og réttindaskírteini starfsmanns getur það óskað eftir því að fá sendan reikning. 

Ef um einstaklingsskráningu er að ræða þarf að greiða með korti en ef um fyrirtækisskráningu er að ræða er hægt að óska eftir því að fá sendan reikning. 

Vegna þess að við vinnu með slík tæki er gjarnan unnið með byrði sem er langt frá þeim sem stjórnar tækinu og því nauðsynlegt að sá einstaklingur sé með góða sjón og heyrn. Einnig er gerð krafa um eðlilega hreyfigetu þegar vinnuvélaréttindi eru gefin út. 

Sumar vinnuvélar geta í eðli sínu verið mjög líkar, til dæmis hvað varðar stjórnbúnað og því er talið rétt að gefa einnig réttindi í þeim flokki sem getur innihaldið minni útgáfu af sambærilegum vinnuvélum.

Dæmi um þetta er að þegar gefin eru út réttindi í flokkum E og F fær viðkomandi líka réttindi í I-flokki. Sama á við þegar gefin eru út réttindi í flokkum B og P en þá fær viðkomandi einnig réttindi í D-flokki. Sömuleiðis þegar gefin eru út réttindi í flokki K en þá fær viðkomandi einnig réttindi í J-flokki. 

Á útgefnu skírteini er gildistími merktur í reiti þeirra vinnuvélaréttinda sem gild eru. Einnig er hægt að nálgast stafrænt vinnuvélaskírteini á island.is.

Hægt er að sækja um að verða leiðbeinandi þegar réttindahafi hefur lokið 1.000 vinnustundum á vinnu við vél í viðkomandi réttindaflokki. Það er gert með því að fylla út eyðublaðið Kennsluréttindi á vinnuvél 

Já, mögulegt er að bæta við nýjum aðila á staðnum ef um er að ræða reikningsviðskipti.

Prófdómari skráir þá inn upplýsingar um nýjan próftaka en ef um verklegt próf í réttindaflokkum A, B, C, D, eða P er að ræða þarf viðkomandi starfsmaður að framvísa læknisvottorði og geta gefið upp leiðbeinanda á staðnum.

Ef um einstaklingsskráningu er að ræða þarf að fara í gegnum skráningu á vef. 

Þá eru tveir möguleikar í stöðunni. Annað hvort að ákveða nýjan tíma og notast við gamla skráningarformið eða eyða út skráningu og fylla út að nýju þegar starfsmaðurinn verður við vinnu. 

Já, ef breytingar hafa orðið er hægt að gefa upp nýjan leiðbeinanda þegar prófdómari kemur á staðinn. 

Þrjár leiðir eru mögulegar til þess:

Í fyrsta lagi er hægt er að gefa upp farsímanúmer eða tölvupóstfang leiðbeinanda sem fær sendan hlekk í sms eða tölvupósti. Hafi hann tilskilin kennsluréttindi í þeim réttindaflokki sem við á staðfestir hann að verkleg þjálfun hafi farið fram.

Í öðru lagi getur leiðbeinandi, sé hann á staðnum skrifað undir hjá prófdómara.

Í þriðja lagi er hægt að prenta út eyðublaðið Vottorð kennara og fá þar undirskrift leiðbeinanda til staðfestingar á því að verkleg þjálfun hafi farið fram. 

Vinnuvélahermar

Já allir þeir sem að eru; orðnir 17 ára, eru með bílpróf og eru búnir með bóklegu réttindin.

Hver tími er 45 mínútur.

Upplýsingar um verð eru í gjaldskrá Vinnueftirlitsins.

Það þarf að hafa náð 17 ára aldri og vera með bílpróf.

Það getur verið mjög mismunandi, en það er eftirlitsmaður sem metur það í hverju tilfelli fyrir sig.

Það er hægt að taka kranaréttindi A, B, P og jarðvinnuvélaréttindi E, F, I og J.

Nánari á upplýsingasíðu um vinnuvélaherma.

Þú þarft að hafa öðlast bókleg réttindi.

Þú þarft að hafa með útfyllta beiðni um verklegt próf í vélahermi.

Nauðsynlegt er að framvísa læknisvottorði ef um kranaréttindi er að ræða.

Vinnuvélahermarnir eru eingöngu staðsettir á starfsstöð Vinnueftirlitsins að Dvergshöfða 2 í Reykjavík.

Hægt er að panta tíma með því að senda fyrirspurn á netfangið vinnueftirlit@ver.is eða með því að hringja í síma 550 4600.

Já ef þú ert að fara að taka próf á krana þá þarftu að koma með læknisvottorð.

Vinnuvélar og tæki

Þegar þú ert búin að fá sent númer frá okkur þá getur þú tollafgreitt tækið. Eftirlitsmaður frá Vinnueftirlitinu hefur síðan samband við þig og kemur með plötuna á tækið og tekur það út.

Verð á eigendaskiptum vinnuvélar finnurðu í gjaldskrá Vinnueftirlitsins hér á heimasíðunni.

Eingöngu tryggingarfélögin geta veitt upplýsingar um hvort það séu tryggingar á vinnuvélum. Vinnueftirlitið hefur ekki þær upplýsingar.

Framleiðslunúmerið er hægt að finna með því að fara inn á mínar síður hjá Vinnueftirlitinu eða á island.is.

Hægt er að sjá verð á nýskráningu vinnuvélar/tækis í gjaldskrá Vinnueftirlitsins hér á heimasíðunni.

Verð á skoðun vinnuvélar/tækis fer eftir stærð og tegund tækis. Sjá nánar í gjaldskrá Vinnueftirlitsins.

Vinnueftirlitið gerir engar kröfur um tryggingar og er það á ábyrgð eiganda vélarinnar að hafa samband við tryggingarfélögin.

Hægt er að afskrá vinnuvél/ar á mínum síðum Vinnueftirlitsins. Til þess þarftu að vera með rafræn skilríki eða íslykil.

Þú þarft að hafa samband við Vinnueftirlitið í síma 550 4600 og gefa upp skráningarnúmer vélar.

Eigendaskipti er hægt að framkvæma á mínum síðum Vinnueftirlitsins. Til þess þarftu rafræn skilríki eða íslykil.

Umráðamannaskipti er hægt að gera á mínum síðum Vinnueftirlitsins. Til þess þarf rafræn skilríki eða Íslykil.

Árgerð tækis er hægt að finna með því að fara inn á mínar síður Vinnueftirlitsins eða á island.is.

Hægt er að sækja um nýskráningu á vinnuvél/tæki á mínum síðum Vinnueftirlitsins. Til þess þarftu að vera með rafræn skilríki eða íslykil.

Upplýsingar um það má finna í skráningarhandbók fyrir vinnuvélar og tæki.

Vinnuvélar skal skoða árlega. Auk þess skal skoða vinnuvélar fyrir og eftir viðgerðir og breytingar á burðarvirkjum.

Hér er hægt að panta skoðun á vinnuvél.

Já, öll tæki sem á að skrá þurfa að vera CE-merkt.

Vinnuslys

Já. Þú getur farið inn á þínum rafrænu skilríkjum en þarft að breyta í fyrsta kaflanum. Taka út þína kennitölu og setja inn kennitölu fyrirtækisins.

Vinnueftirlitinu er ekki heimilt að afhenda slysatilkynningar til annara en þeirra einstaklinga sem þær fjalla um, þar sem þær innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Á það við þó að atvinnurekandi sem tilkynnti slysið sé sjálfur að óska eftir henni.

Sá slasaði getur sótt tilkynninguna inn á island.is.

Atvinnurekandi á að tilkynna vinnuslys.

Hreyfi og stoðkerfi

Í skriflegri áætlun um öryggi og heilbrigði skal meta hvort það þurfi einn eða tvo til að taka fram úr rúmi og setja í stól eða á salerni þegar notaður er lyftari með segli. Það fer eftir getu einstaklingsins sem verið er að aðstoða.

Ef einstaklingurinn getur ekki aðstoðað með því að lyfta sér, snúa sér eða skilur ekki hvað er verið að biðja hann um þá ætti matið að gera ráð fyrir því að tveir einstaklingar hjálpist að við að nota segllyftarann.

Ef þú finnur fyrir óþægindum frá stoðkerfi sem þú telur orsakast af vinnu eða hafa versnað vegna hennar er mikilvægt að ræða við atvinnurekanda. Meta skal í sameiningu hvort eitthvað í vinnuumhverfi eða vinnuskipulagi mætti betur fara til að minnka líkur á frekari vanda. Einnig skal leita til heimilislæknis sem beinir þér til viðeigandi fagaðila ef meðferðar er þörf.

Heimilislækni ber skylda til að tilkynna atvinnusjúkdóma og atvinnutengda sjúkdóma til Vinnueftirlitsins.

Samkvæmt norrænu matskerfi um líkamlegt álag við vinnu þarf að meta nánar þegar unnið er með byrðar að þyngd 3-25 kíló.  Ef byrðar eru yfir 25 kílóunum er vinnan orðin óviðunandi vegna álags á stoðkerfi.

Í reglugerð um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar segir meðal annars:

  • Atvinnurekandi skal gera skipulagsráðstafanir eða nota viðeigandi hjálpartæki, einkum vélbúnað, til að komast hjá því að starfsmenn þurfi að handleika byrðar.
  • Þegar ekki er hægt að komast hjá því að starfsmenn handleiki byrðar skal atvinnurekandi skipuleggja vinnuaðstæður, nota viðeigandi búnað eða sjá starfsmönnum fyrir hjálpartækjum til að draga úr þeirri áhættu sem felst í þessu starfi þeirra og taka þar mið af I. viðauka sem fylgir reglunum.

Skipuleggja skal vinnuaðstæður þannig að starfsmenn þurfi ekki að standa óslitið löngum stundum.

Mikilvægt er að vinnuskipulagið feli í sér fjölbreytni, bæði í vinnustellingum og hreyfingum.

Um það gildir reglugerð um vinnu í kældu rými við matvælaframleiðslu

Atvinnurekandi skal gæta þess að þeim framleiðslu-, starfs- og vinnsluaðferðum sé beitt sem tryggja að starfsmenn verði ekki fyrir heilsutjóni vegna kulda við vinnu sína. Í því skyni skal atvinnurekandi nota þær tæknilegu lausnir sem fyrir hendi eru á hverjum tíma til að koma í veg fyrir áhrif frá kulda.

Við skipulag vinnu skal atvinnurekandi leitast við að draga úr áhrifum einhæfra starfa og óheppilegs vöðvaálags. Skal gæta þess að unnt sé að aðlaga vinnuaðstæður að hverjum starfsmanni, meðal annars með tilliti til vinnuhæðar, sjónsviðs og seilingarfjarlægðar.

Skoðaðu endilega efni hér á síðunni sem að heitir vinna í heimahúsum.

Lögum samkvæmt þarf að tryggja að starfsfólk vinni við góðar aðstæður. Atvinnurekendum ber að tryggja að starfsmenn sem handleika byrðar fái tilsögn í réttri líkamsbeitingu, kennslu í réttri notkun hjálpartækja og upplýsingar um þá áhættu sem þeir kynnu að taka ef verkin eru ekki unnin rétt.

Einnig er mikilvægt að starfsfólk fái fræðslu um líkamsbeitingu og að vinnuumhverfi allra, hvar sem þeir vinna, sé eins og best verður á kosið.

Starfsfólk þarf að geta staðið beint fyrir framan uppþvottavélina og haft rými til þess að vinna sitt hvoru megin við hana. Því skal staðsetja uppþvottavélina í rýminu þannig að gott aðgengi sé að vélinni.

Ekki er mælt með því að uppþvottavélar séu staðsettar í horni. Ef ekki verður hjá því komist þarf að gæta að því að lyftihnappur sé á vélinni til að útiloka að minnsta kosti einn álagsþátt í vinnuferlinu og auðvelda þannig störf við slíkar aðstæður.

Þegar uppþvottavél er staðsett í horni stendur starfsfólk venjulega í sömu sporum og vindur upp á hrygginn til að færa grind að vél inn í vélina og út úr henni, þar sem fótapláss við vélina er takmarkað. Starfsfólk þarf að vinna með handleggi langt út frá líkamanum og er í þeirri stöðu að draga þunga byrði þegar grindur eru settar í vélina og teknar úr.

Þegar verið er að opna og loka uppþvottavél sem staðsett er í horni notar starfsfólk venjulega einungis annan handlegginn, en ekki báða eins og hægt er að gera ef uppþvottavélin er staðsett við vegg með gott aðgengi báðu megin. Að nota einungis annan handlegginn síendurtekið eykur álag á handlegg og axlarsvæði þeim megin. Ef uppþvottavél er staðsett í horni verður vinna starfsfólks við þrif erfið og líkamsbeiting slæm.

Fram kemur í reglugerð um notkun tækja að atvinnurekandi skal jafnframt taka fullt tillit til vinnuaðstæðna starfsmanna og líkamsstöðu við notkun tækja þegar ákvæðum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggismál er framfylgt. Enn fremur ber honum að líta til meginviðmiða vinnuvistfræðinnar.

Félagslegt vinnuumhverfi

Vinnueftirlitið tekur á móti ábendingum/kvörtunum og kannar hvort gert hafi verið áhættumat með áherslu á félagslega vinnuumhverfið á vinnustaðnum og hvort til staðar sé stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og/eða ofbeldi.

Ef hún er ekki til er gerð krafa um að hún sé gerð í samræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Mikilvægt er að kanna hvort vinnustaðurinn sé með stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og/eða ofbeldi. Í stefnunni og viðbragðsáætluninni á að koma fram hvert eigi að leita innan vinnustaðarins ef starfsfólk telur sig verða fyrir einelti, áreitni og/eða ofbeldi.

Ef ekki er til skilgreind stefna og viðbragðsáætlun er mikilvægt að láta næsta yfirmann eða annan stjórnanda á vinnustaðnum vita. Þeim ber að bregðast við málum sem þeir fá vitneskju um eða hafa grun um að séu í gangi á vinnustaðnum. Það er alltaf á ábyrgð vinnustaðarins að leysa vandann.

Sjá nánari leiðbeiningar í bæklingnum Sættum okkur ekki við einelti, áreiti, ofbeldi.

Vinnueftirlitið rannsakar ekki einstaklingsmál heldur skoðar vinnuaðstæður og leggur áherslu á að fá upplýsingar um félagslegt vinnuumhverfi sem felur í sér skipulag og samskipti á vinnustaðnum í heild sinni.

Hlutverk Vinnueftirlitsins er að tryggja að aðbúnaður starfsmanna sé í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Athugaðu hvort til staðar sé stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og/eða ofbeldi á vinnustaðnum. Þar áttu að geta séð hvert þú átt að leita. Til dæmis til trúnaðarmanns vinnustaðarins eða öryggistrúnaðarmanns.

Gott er að lesa skilgreiningar á hugtökunum hér á síðunni. Ef ekki er til stefna og viðbragðsáætltun gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum þínum skaltu benda á það.

Þú getur látið næsta yfirmann vita, en ef hann er gerandi þá þarftu að ræða við aðra stjórnendur eða þá aðila sem tilgreindir eru í stefnu og viðbragðsáætlun vinnustaðarins gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

Í stefnu og viðbragsáætlun á að koma fram hvert starfsfólk á að leita til að láta vita af slíkri hegðun. Ef hún er ekki til má finna viðmið í reglugerð um aðgerðir gegn einelti, áreitni eða ofbeldi eða í leiðbeiningabæklingnum Sættum okkur ekki við einelti, áreitni, ofbeldi.

Taka skal öllum slíkum kvörtunum alvarlega og ræða við stjórnendur eða aðra innan vinnustaðarins um það hvernig ætti að bregðast við. Ef vinnustaðurinn hefur stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum ætti þar að koma fram hvernig bregðast skjal við kvörtuninni.

Ef ekki má finna viðmið í reglugerð um aðgerðir gegn einelti, áreitni eða ofbeldi eða í bæklingnum Sættum okkur ekki við einelti, ofbeldi, áreitni.

Vinna ungmenna

Fjölskyldufyrirtæki telst vera fyrirtæki sem er í eigu einstaklinga eða einstaklings sem er skyldur eða mægður ungmenni í beinan legg eða annan legg til hliðar eða tengdur því með sama hætti vegna ættleiðingar. Til fjölskyldufyrirtækja telst þá til dæmis fyrirtæki foreldra, ömmu og afa og systkina foreldra.

Miðað er við afmælisdag.

Börn mega lyfta 8-10 kílóum og unglingar 12 kílóum.

  • Barn merkir einstakling undir 15 ára aldri, eða einstakling sem er í skyldunámi.
  • Unglingur merkir einstakling sem hefur náð 15 ára aldri, en er undir 18 ára aldri og ekki lengur í skyldunámi.

Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga en sú reglugerð er sett með stoð í fyrrnefndum lögum.

Umhverfisþættir

Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum gildir um hvers konar starfsemi þar sem starfsmenn eiga á hættu eða kunna að eiga á hættu að verða fyrir álagi vegna hávaða við störf sín. Markmið hennar er að tryggja öryggi og vernda heilsu starfsmanna sem eiga á hættu eða kunna að eiga á hættu að verða fyrir álagi vegna hávaða við störf sín, einkum álagi er kann að leiða til heyrnarskaða.

Vinnueftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar, samanber 82. grein laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Vinnueftirlitið getur meðal annars krafist þess að gerðar séu mælingar á hávaða, samanber 18. grein sömu laga.

Eins og með allar aðrar hættur gildir forgangsröðun aðgerða til að koma í veg fyrir eða stýra áhættu: útilokun, að skipta út, persónuhlífar og svo framvegis. Grundvallarreglan er að gera vinnustaðinn eins hljóðlátan og mögulegt er en nota viðeigandi og fullnægjandi heyrnarhlífarnar þegar búið er að reyna eins og kostur er allt sem er tæknilega framkvæmanlegt til að takmarka hávaða.

Útilokun og stýringu hávaða má ná fram með eftirfarandi hætti:

  • Verkfræði. Til dæmis að stýra titringi með því að dempa eða herða á hlutum í hávaðavaldinum
  • Skipulagi. Til dæmis með skynsamlegum innkaupum eða með því að skipuleggja vinnu til að draga úr útsetningu starfsmanna sem eiga í hlut
  • Verndun starfsfólks. Nota viðeigandi persónuhlífar sem ætti að vera síðasta úrræðið

Valkostina er hægt að draga saman á eftirfarandi hátt:

  • Ef mögulegt er skal fjarlægja hávaða frá vinnustaðnum
  • Stýra hávaða við upptök. Með því að bera kennsl á hvað er raunverulega að valda hávaðanum og hvernig á að takast á við vandamálið
  • Með markvissu skipulagi. Til dæmis með því að koma í veg fyrir hávaða, hönnun á vinnustað eins og að einangra hávaða eða hafa viðeigandi hljóðvist innan vinnusvæðisins til að draga úr flutningi hans
  • Með einstaklingsbundnum forvörnum. Persónuhlífar ætti að nota sem bráðabirgðaráðstöfun til að draga úr hávaða ef ráðstafanirnar hér að ofan eru ekki fullnægjandi

  • Áður en starfsfólk hefur störf í hávaðasömu vinnuumhverfi  ætti að heyrnarmæla það til að staðfesta heyrnargetu viðkomandi.
  • Bjóða skal starfsfólki aðra heyrnarmælingu innan tólf mánaða frá fyrsta mælingu og endurtaka hana síðan með fimm ára millibili.
  • Starfsmenn sem verða fyrir hávaða yfir 80 dB(A) (hvort sem heyrnarhlífar eru notaðar eða ekki) geta látið kanna heyrn sína á kostnað atvinnurekanda á tveggja ára fresti. Þetta verður að fela í sér hljóðmælingu (próf á heyrnargetu).