Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 1 ári síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

28. apríl 2021

Að ýmsu er að hyggja í fjarvinnu

Vinnueftirlitið hefur tekið saman leiðbeiningar og góð ráð tengd vinnuvernd í fjarvinnu í tengslum við morgunfund um fjarvinnu sem stofnunin stóð fyrir á Teams í dag og er hægt að horfa á hér í streymi.

Fjarvinna hefur aukist til muna að undanförnu og er víða komin til að vera. Henni fylgja bæði kostir og áskoranir og leggur Vinnueftirlitið áherslu á að huga þarf að vinnuvernd hvort sem unnið er í fjarvinnu eða á hefðbundnum starfsstöðvum. Fyrir mörgum er um að ræða nýjan veruleika og mikilvægt að staðið sé vel að verki.

Mælt er með því að vinnustaðir setji sér fjarvinnustefnu en auk þess er í umfjölluninni farið yfir skyldur atvinnurekenda og starfsfólks, áhættumat starfa og forvarnir, hvaða kröfur vinnuaðstaðan þarf að uppfylla og félagslegar áskoranir. Einnig er þar að finna gátlista fyrir áhættumat í fjarvinnu sem vonandi reynist gagnlegur fyrir vinnustaði við gerð áhættumats fyrir fjarvinnustöðvar.