Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 2 árum síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

4. nóvember 2021

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins 19. nóvember – dagskrá og skráning

Samantekt

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar verður haldin á Grand hóteli föstudaginn 19. nóvember næstkomandi í tilefni þess að stofnunin fagnar 40 ára afmæli á árinu. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til 14.30.

Vinnuvernd - ávinningur til framtíðar

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg, sem mun fjalla um ávinning forvarna gegn hreyfi- og stoðkerfisvanda og Eva Gemzöe Mikkelsen, lektor í vinnu- og skipulagssálfræði við Syddansk háskólann í Óðinsvéum, sem mun fjalla um forvarnir gegn einelti á vinnustöðum.

Fundarstjóri verður Bergur Ebbi

Dagskráin er eftirfarandi:

Fyrirlestrar

TímiFyrirlesturFyrirlesari
08.30OpnunBergur Ebbi
8.40SetningÁsmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
8.50The value of ergonomics: can we put a price on socially sustainable work? Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg, Svíþjóð
9.20Bullying at work: What can we do to prevent it?Eva Gemzöe Mikkelsen, lektor við Syddansk háskólann í Óðinsvéum, Danmörku
9.50Eðli og orsakir brotthvarfs fólks af vinnumarkaði. Niðurstöður könnunar meðal félagsmanna VR.Svandís Nína Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði
10.10Kaffi
10.30„Þetta reddast…!“Helgi Haraldsson, öryggisstjóri hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri
10.45Vinnuvernd í mannvirkjagerð - forvarnir á hönnunarstigi Jón Kolbeinn Guðjónsson, deildarstjóri hönnunar og framkvæmda hjá ISAVIA
11.00Vinnuverndarstarf verktaka – samtalið í allar áttirAnna Jóna Kjartansdóttir, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Ístaks hf.
11.15Sjálfbærni og vinnuverndSandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti verkfræðistofu
11.30Lok fyrri hluta ráðstefnuBergur Ebbi
11:35HÁDEGISVERÐUR – 45 mín.

Vinnustofur

Vinnustofur 1-4 verða frá 12.20 til 13.50. Þær skiptast á fjóra fundarsali.
Afrakstur þeirra verður meðal annars nýttur af Vinnueftirlitinu (VER) í stefnumörkun starfsins.

1. Félagslega vinnuumhverfið – menning vinnustaða"Fyrirlesarar:
1. Vinnustaðamenning varðar leiðina: Margrét Ingólfsdóttir, VER

2. "Eftir höfðinu dansa limirnir": Brynjar Már Brynjólfsson, Isavia

Umræður í kjölfar fyrirlestra.
2. Forvarnir gegn stoðkerfisvanda Stuttir fyrirlestrar og hópvinna:
1. Hönnun og skipulag vinnustaða: Cecilia Berlin, Chalmers

2. Stjórnun stoðkerfis-vanda – Ábyrgð og verkfæri stjórnenda: Gunnhildur Gísladóttir, VER

3. Samvinna - Forvarnir gegn stoðkerfis-vanda: Lilja Birgisdóttir, Marel
3. Mannvirkjagerð - vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi Stuttir fyrirlestrar og hópvinna:
1. Samanburður og hæfni – útboð og hönnun: Leó Sigurðsson, ÖRUGG Verkfræðistofa.

2. Öryggismál á hönnunarstigi – Ábyrgð og samræmingaraðilar: Anna K. Hjartardóttir, Eflu

3. Þekking og menntun – lykilaðilar í hönnun og framkvæmdum: Snæfríður Einarsdóttir HSE Consulting
4. Rakaskemmdir og inniloft á vinnustöðumFyrirlesarar:
Sylgja Sigurjónsdóttir Eflu

María Gunnbjörnsdóttir Landspítala

Pallborð eftir fyrirlestra.

Pallborðsumræður

TímiUmræðuefniÞátttakendur
13.55Vinnuvernd á vinnustöðum framtíðarinnarAldís Magnúsdóttir, KMR
Drífa Snædal, ASÍ
Friðrik Jónson, BHM
Gissur Pétursson, FRN
Halldór Benjamín Þorbergsson, SA
Inga Rún Ólafsdóttir, Samband íslenskra sveitafélaga
Sonja Ýr Þorbergsson, BSRB
14.25RáðstefnulokHanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins

Markhópar

Ráðstefnan er meðal annars ætluð atvinnurekendum, mannauðsstjórum, öryggisnefndum, öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum, þjónustuaðilum og sérfræðingum í vinnuvernd ásamt öðrum sem láta sig vinnuvernd varða.

Skráning

Þátttaka er án endurgjalds en skráning er nauðsynleg. Frestur til skráningar er 16. nóvember næstkomandi.

Það eru vinsamleg tilmæli að ráðstefnugestir kynni sér gildandi takmarkanir á Covid.is og taki COVID-19 hraðpróf áður en þeir mæta á ráðstefnuna.

Streymi

Hægt verður að fylgjast með fyrri hluta ráðstefnunnar í streymi. Ekki þarf að skrá þátttöku til að horfa á streymið.

Hlekkur á streymið verður birtur að morgni ráðstefnudags hér á heimasíðunni og á fésbókarsíðu Vinnueftirlitsins.