Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 1 ári síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

12. nóvember 2021

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins 19. nóvember – beint streymi

Samantekt

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar verður haldin föstudaginn 19. nóvember næstkomandi í tilefni þess að stofnunin fagnar 40 ára afmæli á árinu. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til 12.00. Vegna hertra samkomutakmarkana verður ráðstefnan eingöngu haldin í streymi og falla áður auglýstar vinnustofur niður.

Vinnuvernd - ávinningur til framtíðar

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg, sem mun fjalla um ávinning forvarna gegn hreyfi- og stoðkerfisvanda og Eva Gemzöe Mikkelsen, lektor í vinnu- og skipulagssálfræði við Syddansk háskólann í Óðinsvéum, sem mun fjalla um forvarnir gegn einelti á vinnustöðum.

Fundarstjóri verður Bergur Ebbi.

Dagskráin er eftirfarandi:

(Athugið að fyrirkomulagi ráðstefnunnar hefur verið breytt frá áður auglýstri dagskrá. Hún verður nú eingöngu í streymi. Vegna hertra samkomutakmarkana falla áður auglýstar vinnustofur niður).

Fyrirlestrar

TímiFyrirlesturFyrirlesari
08.30OpnunBergur Ebbi
8.35SetningÁsmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
8.50The value of ergonomics: can we put a price on socially sustainable work? Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg, Svíþjóð
9.20Bullying at work: What can we do to prevent it?Eva Gemzöe Mikkelsen, lektor við Syddansk háskólann í Óðinsvéum, Danmörku
9.50Eðli og orsakir brotthvarfs fólks af vinnumarkaði. Niðurstöður könnunar meðal félagsmanna VR.Svandís Nína Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði
10.05Kaffi
10.15„Þetta reddast…!“Helgi Haraldsson, öryggisstjóri hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri
10.30Vinnuvernd í mannvirkjagerð - forvarnir á hönnunarstigi Jón Kolbeinn Guðjónsson, deildarstjóri hönnunar og framkvæmda hjá ISAVIA
10:45Vinnuverndarstarf verktaka – samtalið í allar áttirAnna Jóna Kjartansdóttir, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Ístaks hf.
11.00Sjálfbærni og vinnuverndSandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti verkfræðistofu
11.15Samantekt morgunsinsBergur Ebbi

Pallborðsumræður

TímiUmræðuefniÞátttakendur
11.20Vinnuvernd á vinnustöðum framtíðarinnarAldís Magnúsdóttir, KMR
Drífa Snædal, ASÍ
Friðrik Jónsson, BHM
Gissur Pétursson, FRN
Halldór Benjamín Þorbergsson, SA
Inga Rún Ólafsdóttir, Samband íslenskra sveitafélaga
Sonja Ýr Þorbergsson, BSRB
11.50RáðstefnulokHanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins

Markhópar

Ráðstefnan er meðal annars ætluð atvinnurekendum, mannauðsstjórum, öryggisnefndum, öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum, þjónustuaðilum og sérfræðingum í vinnuvernd ásamt öðrum sem láta sig vinnuvernd varða.

Beint streymi

Þátttaka er án endurgjalds og er öllum velkomið að fylgjast með beinu streymi frá ráðstefnunni. Hlekkur á streymið verður birtur að morgni ráðstefnudags hér á heimasíðunni og á fésbókarsíðu Vinnueftirlitsins.