Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 2 árum síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

22. desember 2021

Árlegt námskeið fyrir þjónustuaðila í vinnuvernd og sérfræðinga hefst 28. janúar

Samantekt

Vinnueftirlitið vekur athygli á árlegu námskeiði sem haldið verður á tímabilinu 28. janúar – 14. febrúar 2022 fyrir þjónustuaðila í vinnuvernd og sérfræðinga. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast sækja um viðurkenningu til að veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum en skylt er að hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins til þess að veita slíka þjónustu.  Forsenda þess að hljóta viðurkenningu er að hafa lokið framangreindu námskeiði.

Námskeiðið er haldið sem fjarnámskeið í gegnum fundakerfi TEAMS. Tímalengd námskeiðs er 32 kennslustundir sem dreifast yfir 2,5 vikur.

Námskeiðinu er ætlað að skýra þann ramma sem gildir um vinnuverndarstarf á Íslandi. Veitt er fræðsla um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og um íslensk lög og reglur á sviði vinnuverndar. Jafnframt veitir námskeiðið þátttakendum þekkingu og þjálfun í gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Skráning á námskeið: Fer fram hér á síðunni. Verð námskeiðs er 98.500 kr.

Skipulag: Kennsla í gegnum fjarfundarbúnað TEAMS

Tímasetning: 28. janúar – 14. febrúar 2022

Umsóknir um viðurkenningu

Umsækjendur eru hvattir til þess að senda inn umsókn sem allra fyrst þannig að hægt sé að meta hæfni til viðurkenningar tímanlega fyrir námskeiðið. Væntanlegir umsækjendur skulu hafa menntun á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðrum sambærilegum sérsviðum og hafa grunnþekkingu til að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um viðmið við mat á hæfni er að finna á heimasíðunni. Mikilvægt er að upplýsingar um menntun og reynslu fylgi umsókn. Staðfesting á menntun og námskeiðum skal fylgja umsókn. Umsókn sendist á netfangið vinnueftirlit@ver.is.

Látið þessar upplýsingar endilega berast til þeirra sem kynnu að hafa áhuga á námskeiðinu.

Ef frekari upplýsinga er óskað er velkomið að hafa samband við Vinnueftirlitið.