Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2023

Athygli vakin á mikilvægi vinnuverndar á Iðnaðarsýningunni 2023

Samantekt

Vinnueftirlitið tekur þátt í Iðnaðarsýningunni sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 31. ágúst – 2. september næstkomandi. Sýningin spannar hið víða svið iðnaðar hvort sem horft er til mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna.

Vinnueftirlitið verður með bás á sýningunni en markmiðið með þátttökunni er að vekja athygli á mikilvægi vinnuverndar og leiðbeina um öryggismál, vinnuvélaréttindi, tilkynningar á vinnuslysum, gerð áhættumats og fleira. Eins er ætlunin að vekja athygli á nýlegu fræðsluefni sem fjallar til dæmis um að beita sér rétt við vinnu í mannvirkjagerð og öryggi við skurðgröft ásamt því að svara spurningum gesta og gangandi.

Nánari upplýsingar er að finna á idnadarsyningin.is