Hoppa yfir valmynd
Fréttir

Eigendaskipti – rafrænar greiðslur

DSC_3819_1600965469741Vinnueftirlitið
hefur tekið í gagnið endurbættan feril við tilkynningu á eigendaskiptum vinnuvéla.
Tilgangurinn er að eigendaskiptin gangi hraðar fyrir sig en áður, bæði seljanda
og kaupanda til hagsbóta.

Þannig er gert ráð fyrir að greitt sé fyrir eigendaskiptin
um leið og tilkynningin er skráð inn í kerfið með debet eða kreditkorti, en
ekki með millifærslu og útgáfu reiknings eins og áður. Með þessu er komið í veg
fyrir bið sem hefur skapast eftir því að eigendaskipti gangi í gegn.

Með nýju verklagi er gert ráð fyrir að eigendaskiptin geti
orðið samdægurs í stað þess að þau taki fáeina daga líkt og áður, að því gefnu
að báðir aðilar hafi staðfest þau.

Þessi breyting er hluti af innleiðingu á stefnu
ríkisins um stafræna þjónustu en samhliða þessu er ekki lengur tekið við
eigendaskiptum á pappírsformi.