Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 8 mánuðum síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

29. september 2022

Framtíð vinnuverndar í umönnunarstörfum

Samantekt

Vinnueftirlitið stendur fyrir ráðstefnunni Framtíð vinnuverndar í umönnunarstörfum á Grand hóteli föstudaginn 14. október næstkomandi. 

Ráðstefnan í hnotskurn

Stoðkerfisvandi er algengasta orsök fjarvista frá vinnu í Evrópu og ein algengasta orsök örorku. Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi forvarna í skipulagi umönnunarstarfa og áhrif vinnustaðamenningar á vellíðan starfsfólks sem sinnir þeim.  

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, setur ráðstefnuna. 

Aðalfyrirlesarar verða Charlotte Wåhlin, aðstoðarprófessor við vinnu- og umhverfisheilsudeild Háskólasjúkrahússins í Linköping, sem mun segja frá nýrri nálgun við að meta áhættu við umönnunarstörf á legudeildum og hins vegar Jonas Örts Vinstrup, Phd. rannsakandi frá Dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd, sem mun fjalla um vinnuumhverfi og menningu á umönnunarstofnunum.

Þá verða erindi frá Hrafnistuheimilunum, Landspítala og VIRK.

Ráðstefnan er liður í tveggja ára samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðuneytisins, samtaka aðila vinnumarkaðarins og VIRK sem ber yfirskriftina „Vinnuvernd er allra hagur. Hæfilegt álag – heilbrigt stoðkerfi 2020-2022.”

Ráðstefnan er öllum opin en óskað er eftir því að þáttakendur skrái þátttöku hér að neðan:

Skráning

Ráðstefnunni verður einnig streymt.

Dagskrá

TímiFyrirlestur Fyrirlesari
09:00 - 09:05Opnun ráðstefnuFundarstjóri – Dr. Sigrún Gunnarsdóttir Prófessor
09:05 - 09:15Setning ráðstefnuGuðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
09:15 - 09:45Ergonomic- and psychosocial risk factors in healthcare: How important are they, really? Jonas Örts Vinstrup, Phd. Rannsakandi - Danska rannsóknarstofnunin í vinnuvernd
09:45 - 10:00Vinnuverndarstarf á Hrafnistuheimilunum - umbótastarf í kjölfar úttektaNanna Guðný Sigurðardóttir, gæðastjóri Hrafnistuheimilanna og Guðlaug Dagmar Jónasdóttir, mannauðsráðgjafi Hrafnistuheimilanna
10:00 - 10:15Ofbeldi og þvinganir á geðdeildumJóhanna G. Þórisdóttir, deildarstjóri Bráðageðdeild Landspítala
10:15 - 10:35Kaffihlé
10:35 - 11:05Risk assessment and interventions for safe patient handling and movementCharlotte Wåhlin, Phd., aðstoðarprófessor við vinnu- og umhverfisheilsudeildar við Háskólasjúkrahúsið í Linköping, Svíþjóð.
11:05 - 11:20Fræðsla og þjálfun í líkamsbeitingu og færslutækni við umönnunarstörf á LandspítalaBerglind Helgadóttir, verkefnastjóri, Mannauður og starfsumhverfi Landspítala
11:20- 11:35Þrálátir stoðkerfisverkir; tengsl þeirra við andlega líðan og félagsumhverfi.Kristín Bjarnveig Reynisdóttir verkefnastjóri, VIRK.
11:35 - 11:50Ný tækni á Nýjum LandspítalaGísli Georgsson, verkefnastjóri NLSH
11:50 - 12:00RáðstefnulokHanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins

Upptaka frá ráðstefnu