15. ágúst 2023
Hefur orðið vinnuslys á þínum vinnustað? Á eftir að tilkynna það?
Samantekt
Atvinnurekandi skal tilkynna rafrænt til Vinnueftirlitsins öll slys sem leiða til þess að starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð.
Tilkynna skal, innan viku, í eftirfarandi tilvikum:
- Starfsmaður lætur lífið
- Líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni
- Starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð