Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 1 ári síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

4. maí 2022

Heilsueflandi vinnustaður – Viðmið fyrir vinnuumhverfi

Samantekt

Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, fjallar um vinnuumhverfi út frá sjónarhóli Vinnueftirlitsins á fjarfundi á vegum Stjórnvísi á morgun.

Fundurinn, sem ber yfirskriftina Heilsueflandi vinnustaður – Viðmið fyrir vinnuumhverfi, hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.00.

Gunnhildur Gísladóttir

Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Inga Berg Gísladóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
  • Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuumhverfi út frá sjónarhóli Vinnueftirlitsins.
  • Kristín B. Reynisdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá VIRK fjallar um stoðkerfið og vinnuumhverfið.
  • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu verður með erindi um hvernig hægt sé að stuðla að betra vinnuumhverfi; rakaskemmdir og loftgæði. Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.

Allar nánari upplýsingar og slóð á viðburðinn er að finna á vefsíðu Stjórnvísi