Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2023

Hljóma vinnuvernd, vélar og tæki vel?

Samantekt

Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með mikla þekkingu og áhuga á vinnuvélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga á vinnuverndarsviði.

Viðkomandi mun koma til með að sinna vélaskoðunum ásamt því að veita leiðbeiningar á sviði vinnuverndar og vinna að sérverkefnum.

Um er að ræða 100% starfshlutfall og er starfsstöð annars vegar á Selfossi með skoðunarsvæði frá Þorlákshöfn til Kirkjubæjarklausturs sem skiptist á milli fjögurra eftirlitsmanna og hins vegar starfsstöð á Egilsstöðum með skoðunarsvæði frá Höfn í Hornafirði að Vopnafirði sem skiptist á milli tveggja eftirlitsmanna. Vinnueftirlitið er framsækinn vinnustaður og getur starfsfólk óskað eftir samningi um fjarvinnu þannig að henti því og starfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd eftirlits með vinnuvélum og tækjum sem falla innan verksviðs stofnunarinnar. Þar á meðal er um að ræða lyftara, jarðvinnuvélar, krana, húsalyftur, katla og fleira.
 • Gerð skýrslna vegna eftirlits og eftirfylgni með fyrirmælum sem sett eru fram.
 • Þátttaka í umbótastarfi og þróun eftirlits með tækjum sem stofnunin sinnir.
 • Leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks um góða vinnuvernd með áherslu á forvarnir og góða vinnustaðamenningu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi svo sem vélvirkjun, bifvélavirkjun eða vélfræði
 • Sérhæfð reynsla og þekking sem nýtist í starfi, svo sem vinna við stjórnun og viðgerðir vinnuvéla.
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og mikil þjónustulund.
 • Kunnátta í ensku og/eða einu norðurlandamáli er æskileg.
 • Hreint sakavottorð.

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá á íslensku með upplýsingum um umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstudd hæfni viðkomandi sem nýtast mun í starfinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og er markmið Vinnueftirlitsins að greiða laun eins og best gerist hjá ríkinu.  Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar næstkomandi. Vinsamlegast sækið um á alfred.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar veita Heimir Guðmundsson, sviðsstjóri vinnuverndarsviðs í  heimir.gudmundsson@ver.is eða Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fólks, upplýsinga og þróunar hildur.gylfadottir@ver.is eða í símanúmer 550-4600.

Hlutverk Vinnueftirlitsins

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og er hlutverk þess að tryggja að öll komi heil heim úr vinnu. Lykilþættir í starfsemi stofnunarinnar er að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi með áherslu á forvarnir og eftirlit með vinnuumhverfi vinnustaða og með vinnuvélum og tækjum. Einnig annast stofnunin fræðslu um vinnuvernd, virka innleiðingu öryggismenningar á vinnustöðum, gott félagslegt starfsumhverfi, heilsueflingu á vinnustöðum og markvissar aðferðir í vinnuverndarstarfi. Vinnueftirlitið annast skráningu vinnuslysa, eitrana og sjúkdóma sem eiga orsakir í starfsumhverfi í þeim tilgangi i að efla forvarnarstarf svo koma megi í veg fyrir að vinnuslys og atvinnusjúkdómar endurtaki sig. Vinnueftirlitið tekur jafnframt þátt í rannsóknarstarfi á sviði vinnuverndar.

Gildi Vinnueftirlitsins eru frumkvæði, forvarnir og fagmennska.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vinnueftirlitid.is