Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 1 ári síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

15. nóvember 2021

Hver er ávinningurinn af góðu vinnuumhverfi?

Samantekt

Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg, er annar af tveimur aðalfyrirlesurum á afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins: Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar, sem haldin verður í streymi föstudaginn 19. nóvember næstkomandi.

Erindi Ceciliu ber yfirskriftina: The value of ergonomics: can we put a price on socially sustainable work? eða Ávinningurinn af vinnuvistfræði: er hægt verðleggja samfélagslega sjálfbært vinnuumhverfi?

Þar mun hún fjalla um vinnuumhverfi í víðum skilningi og gera grein fyrir rannsókn sinni á samspili hönnunar vinnuumhverfis og getu og takmarkana manneskjunnar í vinnu. Markmið rannsóknarinnar var að beina sjónum að því hvernig auka megi vellíðan starfsfólks samhliða því að auka framleiðni í ólíkum atvinnugreinum, einkum í framleiðsluiðnaði.

Í gegnum tíðina hefur Cecilia meðal annars rannsakað hversu vel hönnun samrýmist hugrænni getu manneskjunnar, samfélagslega sjálfbærni, hnattrænar áskoranir, efnahagsleg áhrif góðs vinnuumhverfis og mikilvægi samvinnu hagsmunaaðila við hönnun vinnustaða.

Cecilia kennir ýmis vinnuvistfræðinámskeið við Chalmers og er vinsæll gestakennari og fyrirlesari bæði innan Svíþjóðar og utan.