Hoppa yfir valmynd
Fréttir

Innköllun á gölluðum FFP2 rykgrímum, merktar Eirberg

Samantekt

Vinnueftirlitinu hefur borist tilkynning frá Eirberg um innköllun á FFP2 andlitsgrímum, sem seldar voru í 2 stykkja pakkningum merktar Eirberg. Grímurnar eru innkallaðar þar sem þær stóðust ekki prófanir.

Andlitsgrímurnar voru seldar sem CE merktar persónuhlífar af gerðinni FFP2 en samkvæmt niðurstöðu prófunar uppfylla þær ekki kröfur sem gerðar eru til persónuhlífa af gerðinni FFP2.

FFP2 grímur eru í flestum tilfellum notaðar til að verja notandann gegn skaðlegum ögnum í andrúmslofti og því teljast gallaðar grímur hættulegar þar sem þær veita falska vörn.

Vinnueftirlitið bendir þeim sem eiga slíkar grímur á að hætta notkun þeirra strax og skila þeim til Eirberg