Hoppa yfir valmynd
22. september 2022

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum; staðan, áhrifaþættir og tækifæri til úrbóta

Samantekt

Upptaka frá fræðsluviðburði um einelti, kynferðislega áreitni, ofbeldi og aðra óæskilega hegðun á vinnustöðum á vegum Stjórnvísi.

Sara Hlín Hálfdanardóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, flutti í síðustu viku erindið: Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum; staðan, áhrifaþættir og tækifæri til úrbóta á fræðsluviðburði Faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi sem haldinn var á vegum Stjórnvísi.   

Sara Hlín leiðir svokallað EKKO verkefni Vinnueftirlitsins en skammstöfunin stendur fyrir aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Í erindi sínu fjallaði hún meðal annars um hvað fyrirtæki geta gert til að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og gagnvirkan áhættumatsspurningalista fyrir stjórnendur sem Vinnueftirlitið er með í vinnslu. Sömuleiðis um fræðslumyndbönd þessu tengt sem líta bráðum dagsins ljós, en upptöku frá viðburðinum má nálgast hér að neðan.