Hoppa yfir valmynd
Fréttir

Kynning á viðmiðum fyrir heilsueflandi vinnustað

Samantekt

Eflum heilsu á vinnustöðum – stuðlum að betri heilsu og aukinni vellíðan starfsfólks er yfirskrift kynningar á viðmiðum fyrir heilsueflandi vinnustað sem fer fram á Grand hóteli 7. október næstkomandi. Samhliða verður nýtt vefsvæði opnað.

 

Kynning á viðmiðum fyrir heilsueflandi vinnustað fer fram á Grand hóteli 7. október næstkomandi. Samhliða verður nýtt vefsvæði, sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt til að skapa heilsueflandi umhverfi fyrir starfsfólk, opnað.

Frá því snemma árs 2020 hafa viðmið og verklag fyrir heilsueflandi vinnustað verið í tilraunakeyrslu á nokkrum vinnustöðum. Nú er þeirri vinnu lokið verða viðmiðin kynnt og gerð aðgengileg öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu á kynningunni 7. október.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinu streymi.

Nánari upplýsingar um heilsueflandi vinnustað má finna hér.