Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 10 mánuðum síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

23. nóvember 2021

Málstofa um félagslegt vinnuumhverfi í streymi

Samantekt

Vinnueftirlitið sendir út beint streymi frá málstofu um félagslegt vinnuumhverfi fimmtudaginn 25. nóvember næstkomandi frá klukkan 9.00 – 10.00.

Á málstofunni munu þau Margrét Ingólfsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri ISAVIA, fjalla um áskoranir og tækifæri sem blasa við í vinnuumhverfinu í dag og mikilvægi þess að byggja upp vinnustaðamenningu sem styður við gott félagslegt vinnuumhverfi.

Upphaflega var um að ræða vinnustofu sem halda átti í tengslum við afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd –  ávinningur til framtíðar sem fór fram í streymi þann 19. nóvember, en vegna hertra samkomutakmarkana þurfti að fella hana og þrjár aðrar vinnustofur niður. Vegna mikils áhuga var hins vegar ákveðið að breyta þeim í málstofur og halda í streymi næstu vikurnar.

Við hefjum leikinn núna á fimmtudag en fimmtudaginn 2. desember er svo fyrirhuguð málstofa um forvarnir gegn stoðkerfisvanda. Föstudaginn 14. janúar verður síðan málstofa um rakaskemmdir og inniloft og fimmtudaginn 20. desember um forvarnir í mannvirkjagerð á hönnunar og undirbúningsstigi.

Þær málstofur verða nánar auglýstar þegar nær dregur.