Hoppa yfir valmynd
29. febrúar 2024

Málþing um börn, hljóðvist og heyrnarvernd

Samantekt

Málþingið Börn – hljóðvist og herynarvernd verður haldið í Salnum í Kópavogi á morgun, föstudaginn 1. mars. Málþingið er haldið á vegum Umboðsmanns barna, Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins í tilefni af Degi heyrnar 3. mars.

Á málþinginu verður rætt um hljóðvist í umhverfi barna almennt og í skólum. Sigurður Einarsson, sérfræðingur á vinnuverndarsviði Vinnueftirlitsins, mun  fjalla um hávaðamælingar í skólum og helstu niðurstöður þeirra.

Þá verður rætt við börn og ungmenni um viðhorf þeirra og hvernig hávaði getur haft áhrif á heilsu, líðan og námsárangur. Eins verður fjallað um tengsl hávaða og heyrnarverndar við lýðheilsu, þau úrræði sem bjóðast til úrbóta og fleira.

Málþingið, sem er öllum opið, stendur frá kl 10-12. Fundarstjóri verður Dagur B. Eggertsson.