Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 2 árum síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

4. nóvember 2020

Meira vinnur vit en strit – vefráðstefna um heilbrigt stoðkerfi

Vefráðstefna Vinnueftirlitsins „Meira vinnur vit en strit“ verður haldin 19. nóvember næstkomandi.

Ráðstefnan er liður í tveggja ára samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðuneytisins, samtaka aðila vinnumarkaðarins og VIRK sem ber yfirskriftina „Vinnuvernd er allra hagur. Hæfilegt álag – heilbrigt stoðkerfi 2020-2022, ” en verkefnið er keyrt samhliða samnefndu vinnuverndarátaki Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA). Áherslan kemur til af því að stoðkerfisvandi er algengasta orsök fjarvista frá vinnu í Evrópu og er ein algengasta orsök örorku.

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á þann víðtæka stoðkerfisvanda sem vinnandi fólk glímir við og benda á lausnir.

Ráðstefnan stendur frá klukkan 13.00 – 16:00

Upptaka ráðstefnunnar

Dagskráin er eftirfarandi:

kl. Erindi Fyrirlesari
13:00 Setning Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra.
13:10 From non-harmful work to healthy work – what would it take? Andreas Holtermann Phd hjá dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd.
13:40  Ávinningur endurhæfingar Magnús Ólason endurhæfingarlæknir hjá Hæfi.
14:00 Aðstoð til atvinnugetu Gunnlaugur Már Briem, sjúkraþjálfari hjá Vinnuvernd.
14:20 Heilsueflandi vinnustaður Ingibjörg Loftsdóttir sjúkraþjálfari MSc. EMPH hjá VIRK Starfshæfingarsjóði og Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir MPH, APME hjá Embætti landlæknis.
14:40 Kaffihlé
14:55 Kostnaður tryggingafélags vegna vinnutengds stoðkerfisvanda Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS.
15:10 Bótaréttur vegna vinnuslysa Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
15:25 Forvarnir á vinnustað: Samtalsvakar fyrir umræður um stoðkerfisvanda Þórunn Sveinsdóttir, gæðastjóri hjá Vinnueftirlitinu.
15:45 Ráðstefnulok Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins.
15:55 Ráðstefnuslit

Ráðstefnustjóri: Gunnhildur Gísladóttir