Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 1 ári síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

6. september 2022

Fjöldi námskeiða um vinnuvélar, vinnuvernd og efnahættur í boði

Samantekt

Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreytt námskeið um vinnuvélar, vinnuvernd, efni og efnahættur. Frumnámskeiðin eru kennd á nokkrum tungumálum og eru nú í fyrsta skipti í boði á úkraínsku. Flest námskeiðin eru kennd í gegnum Teams fjarfundakerfið, nema annað sé tekið fram.

Vinnuvélanámskeið

Frumnámskeið/Primary Course

Frumnámskeið veitir bókleg réttindi á minni vinnuvélar eins og dráttarvélar og lyftara og er undanfari að verklegri þjálfun og próftöku/
Primary course grants theoretical certification for smaller sizes of working machines like tractors and forklifts.

Næstu námskeið:

20. – 22. september, 18. – 20. október

Frumnámskeið á íslensku

27. – 29. september

Frumnámskeið á úkraínsku (staðnámskeið)

1.– 3. nóvember

Frumnámskeið á pólsku

1.– 3. nóvember

Frumnámskeið á rúmensku (staðnámskeið)

Byggingakrananámskeið/Tower crane course

Veitir bókleg réttindi fyrir byggingakrana og hafnarkrana >18 tm. og er undanfari að verklegri þjálfun og próftöku/grants theoretical certification for tower cranes > 18 tm.

20. – 22. september

Byggingakrananámskeið á íslensku

4. – 6. október

Byggingakrananámskeið á rúmensku (staðnámskeið)

11. – 13. október

Byggingakrananámskeið á ensku

Vinnuverndarnámskeið

5. – 12. sept., 3. – 10. okt., 7. – 14. nóv. og 5. – 12. des.

Netnámskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði:

Námskeiðið er ætlað öryggistrúnaðarmönnum og -vörðum á vinnustöðum. Tilgangurinn er að auka þekkingu þeirra á vinnuverndarmálum með áherslu á þróun öryggismenningar og forvarnir gegn helstu áhættuþáttum í vinnuumhverfi. Námskeiðið er einnig opið öðrum sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum. Námskeiðið nemur um tólf klst. en er aðgengilegt þátttakendum í sjö daga þannig að þeir geta hagað tímanum að vild innan þess ramma.

7. – 9. september

Vinna í lokuðu rými:

Netnámskeið sem nemur um þremur klukkustundum en er opið þátttakendum í þrjá daga. Námskeiðið fjallar um lokuð rými og þær hættur sem geta leynst þar, svo sem súrefnisskort og sprengihættu. Kynning á gerð áhættumats og mikilvægi þess sem tækis til að fyrirbyggja slys. Námskeiðið er fyrir alla sem þurfa að vinna í lokuðum rýmum (tankar, þrær, lagnastokkar, keðjukassar og svo framvegis)

12. september

Umhirða katla:

Sex klukkustunda námskeið um uppbyggingu og virkni ketilkerfa, rekstur og framkvæmd á daglegu eftirliti og umhirðu sem tengist gufu- og heitavatnskötlum. Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem vinna við og með búnað þar sem gufa er notuð, einkum þá sem sjá um daglega umhirðu ketilkerfanna.

Námskeið um efni og efnahættur

6. október

Efnahættur á rannsóknarstofum:

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem starfa á rannsóknar- og tilraunastofum þar sem hættuleg efni í föstu, fljótandi eða loftkenndu ástandi eru notuð. Fjallað er um efnahættur, reglur um notkun og upplýsingagjöf. Farið yfir verklag og varnir gegn efnahættum, meðal annars gerð áhættumats.

20. október

Efnanotkun – áhættumat:

Námskeiðið er hugsað fyrir stjórnendur, starfsmenn og sérfræðinga fyrirtækja sem nota hættuleg efni. Fjallað er um efni og efnahættur ásamt reglum um notkun og upplýsingagjöf. Farið verður yfir áhættumat vegna varasamra efna.

8. – 10. nóvember

Asbestnámskeið:

Netnámskeið sem nemur um 3 klukkustundum en er opið þáttakendum í þrjá daga. Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk er valda lítilli mengun.

ADR-námskeið fyrir ökumenn sem flytja hættulegan farm.

Grunnnámskeið veitir réttindi til flutnings á stykkjavöru. Með viðbótarnámskeiðum er hægt að öðlast réttindi til flutnings á efnum í tanki, á sprengifimum efnum og geislavirkum efnum.

12. september

ADR-endurmenntun grunnur. (Netnámskeið)

13. september

ADR-endurmenntun tankar. (Netnámskeið)

13. september

ADR-geislavirk efni

14. september

ADR-sprengifim efni

31. október – 2. nóvember

ADR-grunnnámskeið

3. – 4. nóvember

ADR-tankar

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna undir námskeið hér á síðunni. Skráning fer fram á skraning.ver.is en þar er jafnframt að finna ítarlegri námskeiðslýsingar.