Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 1 ári síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

28. janúar 2021

Næstu námskeið Vinnueftirlitsins

Samantekt

Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreytt námskeið tengd vinnuvélum, vinnuvernd, efnum og efnahættum. Flest námskeiðin eru kennd í gegnum Teams fjarfundakerfið. Í febrúar eru eftirfarandi námskeið í boði.

Vinnuvélanámskeið

9. – 11. febrúar – á íslensku

Frumnámskeið:

Námskeiðið veitir bókleg réttindi á minni vinnuvélar eins og dráttarvélar og lyftara.

23. – 25. febrúar – polish

Primary course (frumnámskeið á pólsku):

The course grants theoretical certification for smaller sizes of working machines like tractors and fork lifts.

16. – 18. febrúar

Byggingakrananámskeið:

Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir byggingakrana og hafnarkrana >18 tm. Fyrsti dagur námskeiðsins fer í svokallað fornám. Þar er meðal annars fjallað um um vinnuverndarmál, eðlisfræði, vökvafræði, vélafræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft. Á degi tvö og þrjú er fjallað um byggingarkrana og fleira þeim tengt.

Vinnuverndarnámskeið

8. – 15. febrúar

Netnámskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði:

Námskeiðið er ætlað öryggistrúnaðarmönnum og -vörðum hvort sem þeir eru nýir í þeim hlutverkum eða hafa gegnt þeim lengi. Tilgangurinn er að efla þekkingu þeirra á vinnuverndarmálum þar sem áhersla er lögð á forvarnir gegn helstu áhættuþáttum í vinnuumhverfi og þróun öryggismenningar. Námskeiðið er einnig opið öðrum sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum. Námskeiðið nemur einum og hálfum námskeiðsdegi en er aðgengilegt þátttakendum í sjö daga þannig að þeir geta hagað tímanum að vild innan þess ramma.

10. febrúar

Vinna í lokuðu rými:

Megináhersla námskeiðsins lýtur að vinnu í lokuðu rými, þeim hættum sem geta skapast og mikilvægi réttra forvarna og viðbragðsáætlana.

22. febrúar

Umhirða katla:

Á námskeiðinu er fjallað um gufukatla, gufukerfi og heitavatnskatla. Farið er í uppbyggingu og virkni ketilkerfa sem og rekstur og framkvæmd daglegs eftirlits og umhirðu sem tengist gufu- og heitavatnskötlum. Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem vinna við og með búnað þar sem gufa er notuð, einkum þá sem sjá um daglega umhirðu ketilkerfanna.

Efni og efnahættur

1.-3. febrúar

ADR-grunnnámskeið:

Námskeiðið veitir réttindi til að flytja hættulegan farm sem stykkjavöru fyrir utan geislavirk og sprengifim efni.

4.-5. febrúar

ADR-tankar:

Námskeiðið veitir réttindi til að flytja hættulegan farm í tönkum.

15. febrúar

ADR-grunnnámskeið. Endurmenntun:

ADR réttindi gilda í 5 ár en má framlengja ef rétthafi hefur setið endurmenntunarnámskeið áður en þau renna út.

16. febrúar

ADR-tankanámskeið. Endurmenntun.

17. febrúar

ADR-sprengifimur farmur. Endurmenntun.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna undir liðnum fræðsla á heimasíðu Vinnueftirlitsins vinnueftirlit.is. Skráning fer fram á slóðinni skraning.ver.is en þar er jafnframt að finna ítarlegri námskeiðslýsingar.