23. febrúar 2023
Námskeið á íslensku, ensku og fleiri tungumálum
Samantekt
Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreytt námskeið um vinnuvélar, vinnuvernd, efni og efnahættur. Sum eru haldin á fleiri en einu tungumáli.
Frumnámskeiðin, sem veita bókleg réttindi á minni vinnuvélar, eru kennd á íslensku, ensku og pólsku og í mars verður haldið námskeið á úkraínsku.
Í maí verður í fyrsta skipti boðið upp á ADR-námskeið á ensku. Annars vegar er um að ræða ADR-grunnnámskeið, sem veitir ökumönnum réttindi til flutnings á stykkjavöru, og hins vegar ADR-tankanámskeið, sem veitir réttindi til flutnings á efnum í tanki.
Flest námskeiðin eru kennd í gegnum Teams fjarfundakerfið en nokkur eru netnámskeið, opin í ákveðinn tíma.