Hoppa yfir valmynd
Fréttir

Ný ásýnd og nýr vefur

Samantekt

Í tilefni af fertugasta afmælisári Vinnueftirlitsins hefur stofnunin fengið nýja ásýnd og vefsíðu.

Allt útlit hefur verið vandlega skoðað og uppfært með hlutverk Vinnueftirlitsins að leiðarljósi.

Markmið vinnunnar hefur verið að færa ásýndina að nútímanum en um leið að halda í kjarna starfseminnar og markmið sem er að allir komi heilir heim úr vinnu. Við leggjum jafnframt áherslu á að vera mannleg, hvetjandi, skýr og fræðandi í allri upplýsingagjöf.

Nýja merkið táknar tvær meginstoðir starfseminnar sem eru forvarnir (upphrópunarmerkið) og eftirlit (tékk-merkið). Á sama tíma má hæglega lesa úr tákninu stafina V og E.

Aðalliturinn verður áfram grænn, en liturinn stendur fyrir velferð. Til viðbótar tökum við upp appelsínugulan, sem táknar aðgát – um leið og hann bætir við ferskleika.

Vefinn prýða myndir af vinnandi fólki við hin ýmsu störf en vinnan okkar hjá Vinnueftirlitinu snýst um velferð þess.