Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 1 ári síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

22. júní 2022

Nýtt námskeið um röraverkpalla

Samantekt

Námskeið um notkun, uppsetningu og niðurtöku röraverkpalla verður haldið í fyrsta skipti dagana 23., 24. og 29. júní.

Námskeiðið er haldið af IÐUNNI fræðslusetri og er áhersla lögð á mikilvægi þess að fyllsta öryggis sé gætt við slíka vinnu og að þátttakendur þekki helstu áhættur sem fylgja því að nota slíka palla, svo sem um vinnu í hæð og almennar öryggiskröfur.

Gerð er grein fyrir gerð áhættumats en í vinnuverndarlögunum eru ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á því að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi er metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna.

Námskrá og námskeiðið er hannað í takt við reglugerð um röraverkpalla. Þar segir meðal annars að atvinnurekandi skuli sjá til þess að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun við að framkvæma störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af. Þar á meðal þjálfun í uppsetningu og niðurtöku röraverkpalla.

Allar nánari upplýsingar er að finna á Idan.is en þar er jafnframt hægt að skrá sig.