Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 3 árum síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

23. október 2019

Samstarfssamningur við Ferðamálastofu

Þann 22. október var skrifað undir samning Vinnueftirlitsins við Ferðamálastofu um áframhaldandi samstarf um könnun á vinnuumhverfi og starfsánægju í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæði og landsbyggð.

Samningur_Ferdamalastofa

Verkefnið er unnið í samvinnu við fyrirtækið MMR / Markaðs- og miðlarannsóknir ehf sem sér um gagnaöflun með netkönnun og tölfræðilega frumúrvinnslu gagna.

MMR komu að hönnun verkefnisins og byggir hönnunin á viðurkenndum aðferðum til að rannsaka og mæla starfsánægju í þjónustugreinum, vinnuaðstöðu og hvort og hvernig hún hefur áhrif á ánægju og líðan fólks og býður einnig upp á að bera niðurstöður saman við starfsánægju í ferðaþjónustu víða um heim sem og ákveðna þætti í vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í ferðaþjónustu á Norðurlöndum.

Vinnueftirlitið mun með aðkomu sinni áfram taka þátt í hönnun og þróun verkefnisins. Umsjón með verkefninu hjá Vinnueftirlitinu hefur Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri á heilsu- og umhverfissviði.