Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2023

Stafrænt frumámskeið nú á ensku

Samantekt

Frumnámskeið á ensku er nú aðgengilegt í netnámi. Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir minni vinnuvélar. Stafrænu frumnámskeiði var hleypt af stokkunum á íslensku í maí á þessu ári og er væntanlegt á pólsku.

English below

Námskeiðið fer fram í fræðslukerfi Vinnueftirlitsins. Námið er sem fyrr segir netnám og geta nemendur stundað það hvar og hvenær sem þeim hentar. Hægt er að sinna því í tölvu, spjaldtölvu og snjallsíma. Námið er opið í 8 vikur frá skráningu og tekur um það bil 15 – 18 klukkustundir að fara í gegnum það.

Fyrstu kaflar námskeiðsins kallast fornám og fjalla um vinnuverndarmál, eðlisfræði, vökvafræði, vélfræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft. Kaflarnir þar á eftir fjalla um einstaka flokka vinnuvéla og fleira þeim tengt.

Nánar um frumnámskeið á ensku

Primary courses in English now available online

The course grants theoretical qualification for smaller sizes of working machines. The course has been available online in Icelandic since May this year and will soon be offered in Polish.

The course now takes place in the online education system of the AOSH. Students can therefore study wherever and whenever it suits them on a computer, tablet and/or smartphone. The program is open for 8 weeks from registration and takes approximately 15-18 hours to complete.

The first chapters of the course cover occupational safety and health issues, physics, hydraulics, mechanics, batteries and safety measures when digging trenches. The chapters that follow deal with individual categories of working machines and matters associated with them.

More about the Primary course