Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2023

Starf sviðsstjóra sviðs fólks, upplýsinga og þróunar laust til umsóknar

Samantekt

Vinnueftirlitið leitar að framsæknum og árangursdrifnum einstaklingi til að leiða mannauðsmálin hjá stofnuninni.

Vinnueftirlitið hefur þróast í takt við örar breytingar á vinnumarkaði og leggur sig fram við að skapa góðan vinnustað með jákvæða og uppbyggilega vinnustaðamenningu. Markmiðið er að stuðla að aukinni vellíðan, heilsu og öryggi starfsfólks þannig að öll komi heil heim.

Við óskum því eftir að ráða  framsækinn og árangursdrifinn einstakling  í starf sviðsstjóra sviðs fólks, upplýsinga og þróunar. Sviðsstjórinn er leiðandi í þróun mannauðsmála hjá stofnuninni ásamt því að sinna ytri og innri kynningar- og upplýsingamálum í samvinnu við forstjóra. Enn fremur felur starfið í sér umsjón með þjónustuveri og þróun á þjónustu stofnunarinnar í samræmi við stefnu hennar.

Viðkomandi heyrir undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100% og felur starfið í sér ferðalög að hluta. Starfsstöð getur verið í Reykjavík, á Akureyri eða Egilsstöðum.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Vera leiðandi í þróun mannauðsmála þannig að stofnunin fylgi þeim breytingum sem eru að verða í vinnuumhverfinu og styðja þannig við samkeppnishæfni vinnustaðarins
  • Þátttaka í stefnumótun stofnunarinnar ásamt því að vinna í samræmi við stefnu og stefnumarkandi áherslur hverju sinni
  • Þátttaka í markmiðasetningu og skilgreiningu árangursmælinga innan stofnunarinnar
  • Hvetja starfsfólk til að ná árangri og styðja þegar þörf krefur
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðstengdum málum
  • Þróun og eftirfylgni með stefnum stofnunarinnar sem tengjast mannauðsmálum
  • Ábyrgð á jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun
  • Mat á mannaflaþörf ásamt umsjón með ráðningum og móttöku nýliða í samvinnu við aðra stjórnendur
  • Ábyrgð á fræðslu- og starfsþróunarmálum
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri sviðs fólks, upplýsinga og þróunar

Menntunar- og hæfnikröfur: 

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er skilyrði
  • Farsæl starfsreynsla á sviði stjórnunar og mannauðsmála
  • Þekking og reynsla á sviði verkefnastjórnunar
  • Góð leiðtogahæfni og árangursmiðað viðhorf
  • Frábær samskiptafærni og færni til að miðla málum
  • Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu hugarfari
  • Framsýni og nýsköpunarhugsun á sviði mannauðsmála
  • Góð skipulagsfærni og öguð vinnubrögð
  • Þjónustumiðuð hugsun
  • Gleði, lausnamiðun og léttleiki
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til 11. maí nk. Umsóknum skal skilað á www.intellecta.is

Senda skal ferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi til starfsins er rökstudd. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinbers starfsfólks. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu (hildur.gylfadottir@ver.is).

Vinnueftirlitið hefur metnaðarfulla mannauðsstefnu sem og fjar- og viðverustefnu svo dæmi sé tekið. Komdu til okkar og taktu þátt í að gera góðan vinnustað betri.

Frekari upplýsingar um Vinnueftirlitið má finna á vefsíðu stofnunarinnar.