Hoppa yfir valmynd

Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 3 árum síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.

12. nóvember 2019

Tilraunaverkefni um heilsueflandi vinnustaði

Heilsueflandi vinnustaður, vellíðan fyrir alla

Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa undanfarna mánuði unnið að viðmiðum til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi.

Verkefnið um Heilsueflandi vinnustaði byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla.

Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Nú leitum við eftir vinnustöðum af öllum stærðum og gerðum til að taka þátt í tilraunaverkefni. Um er að ræða spennandi verkefni sem allir starfsmenn vinnustaðar geta sameinast um. Fræðsla og stuðningur verður í boði á tilraunatímabilinu. Þátttaka í verkefninu krefst skuldbindingar af hálfu vinnustaðarins á árinu 2020.

Áhugasamir sendi upplýsingar um stærð og gerð vinnustaðar til Ingibjargar Loftsdóttur á netfangið ingibjorgl@virk.is