Hoppa yfir valmynd
Fréttir

Tveir sérfræðingar í vinnuvélaeftirliti

Samantekt

Vinnueftirlitið leitar að tveimur metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingum með mikla þekkingu og áhuga á vélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga sem hafa eftirlit með vélum og tækjum.

Störfin felast í eftirliti með vélum og tækjum samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Um er að ræða tvær 100% stöður. Annars vegar á starfsstöð í Reykjavík eða Reykjanesbæ og nær skoðunarsvæðið yfir bæði Reykjanes og höfuðborgarsvæðið. Hins vegar á starfsstöð Vinnueftirlitsins á Akranesi og nær skoðunarsvæðið yfir allt Vesturland.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd eftirlits með vinnuvélum og tækjum sem falla innan verksviðs stofnunarinnar. Þar á meðal er um að ræða lyftara, jarðvinnuvélar, krana, húsalyftur, katla og fleira.
 • Gerð skýrslna vegna eftirlits og eftirfylgni með fyrirmælum sem sett eru fram.
 • Þátttaka í umbótastarfi og þróun eftirlits með tækjum sem stofnunin sinnir.
 • Leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks um góða vinnuvernd með áherslu á forvarnir og góða vinnustaðamenningu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi s.s. iðnnám, vélfræðingur eða háskólamenntun.
 • Sérhæfð reynsla og þekking sem nýtist í starfi, s.s. vinna við stjórnun og/eða viðgerðir vinnuvéla.
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
 • Góð íslenskukunnátta í máli og riti.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og mikil þjónustulund.
 • Kunnátta í ensku og/eða einu norðurlandamáli er æskileg.

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá á íslensku með upplýsingum um umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstudd hæfni viðkomandi sem nýtast mun í starfinu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Vinsamlegast sækið um á alfred.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar veita Heimir Guðmundsson, sviðsstjóri vinnuvélasviðs í heimir.gudmundsson@ver.is eða Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hildur.gylfadottir@ver.is eða í símanúmer 550-4600.