Hoppa yfir valmynd
21. júní 2022

Viltu taka þátt í að móta vinnuverndarstarf framtíðarinnar með okkur?

Samantekt

Vinnueftirlitið auglýsir um þessar mundir eftir framsæknum og drífandi leiðtogum ásamt metnaðarfullum og árangursdrifnum verkefnastjóra.

Vinnueftirlitið auglýsir eftir framsæknum og drífandi leiðtogum til að leiða þrjá strauma á nýju sviði vinnuverndar sem var stofnað til að styðja við innleiðingu á nýrri framtíðarsýn og stefnu Vinnueftirlitsins sem var kynnt fyrir skemmstu. 

Auglýst er eftir leiðtoga vinnuvéla og tækja, leiðtoga vettvangsathugana og leiðtoga stafrænna samskipta.

Jafnframt er auglýst eftir metnaðarfullum og árangursdrifnum verkefnastjóra en nýtt skipulag gerir ráð fyrir sérstakri verkefnastofu þar sem unnið verður að nýsköpun á sviði vinnuverndar ásamt öðrum þróunarverkefnum.

Allar nánari upplýsingar um störfin er að finna á vef Intellecta.

Umsóknarfrestur er til 27. júní.