Viltu auka vellíðan og öryggi starfsfólks á vinnumarkaði?
Samantekt
Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi til að vinna með okkur í að stuðla að bættri vellíðan og öryggi þátttakenda á innlendum vinnumarkaði.
Viðkomandi mun koma til með að sinna vettvangsathugunum og stafrænum samskiptum ásamt því að veita leiðbeiningar á sviði vinnuverndar auk þátttöku í fjölbreyttum sérverkefnum. Gleði, opið og lausnarmiðað hugarfar eru eiginleikar sem við leitum að.
Um er að ræða 100% starf og er mögulegt að sinna starfinu frá starfstöðvum Vinnueftirlitsins í Reykjavík og á Selfossi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Upplýsingagjöf og leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks um góða vinnuvernd
- Eftirfylgni mála úr vettvangsathugunum og skýrslugerð
- Þátttaka í fjölbreyttum sérverkefnum
- Þátttaka í teymisvinnu og umbótastarfi
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða iðnmenntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og framsýni
- Mikil hæfni í samskiptum
- Rík þjónustulund
- Reynsla af vinnuverndar- og öryggisstörfum er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð enskukunnátta skilyrði
- Reynsla í framsögu og kynningum er kostur
- Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur
Vinnueftirlitið hefur þróast í takt við örar breytingar á vinnumarkaði og leggur sig fram við að skapa góðan vinnustað með heilbrigða vinnustaðamenningu. Markmiðið er að stuðla að bættri vellíðan, heilsu og öryggi starfsfólks þannig að öll komi heil heim. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinbers starfsfólks og er markmið Vinnueftirlitsins að greiða laun eins og best gerist hjá ríkinu. Við bjóðum fjölskylduvænt starfsumhverfi og tækifæri til að þróast og þroskast í starfi.
Umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um umsagnaraðila ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstudd hæfni viðkomandi sem nýtast mun í starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember næstkomandi.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út og öllum umsóknum verður svarað.
Vinsamlegast sækið um á alfred.is og hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Heimir Guðmundsson, sviðsstjóri sviðs vinnuverndar heimir.gudmundsson@ver.is og Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri fólks, upplýsinga og þróunar (bergrun.sigurjonsdottir@ver.is)
Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á vefsíðu hennar www.vinnueftirlit.is.