Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2022

Viltu ganga til liðs við okkur hjá Vinnueftirlitinu og taka þátt í að auka vellíðan starfsfólks á vinnumarkaði?  

Samantekt

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi með þekkingu á sálfélagslegum þáttum, þar með talið stjórnun, skipulagi og samskiptum, til að stuðla að bættri vellíðan og heilsu þátttakenda á innlendum vinnumarkaði.

Viðkomandi sinnir vettvangsathugunum og stafrænum samskiptum ásamt því að veita leiðbeiningar á sviði vinnuverndar og vinna að fjölbreyttum sérverkefnum. Mögulegt er að sinna starfinu frá starfsstöðvum Vinnueftirlitsins á Akranesi, Reykjavík, Reykjanesbæ og Selfossi.

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi með þekkingu á sálfélagslegum þáttum, þar með talið stjórnun, skipulagi og samskiptum, til að stuðla að bættri vellíðan og heilsu þátttakenda á innlendum vinnumarkaði. Viðkomandi sinnir vettvangsathugunum og stafrænum samskiptum ásamt því að veita leiðbeiningar á sviði vinnuverndar og vinna að fjölbreyttum sérverkefnum. Mögulegt er að sinna starfinu frá starfsstöðvum Vinnueftirlitsins á Akranesi, Reykjavík, Reykjanesbæ og Selfossi.

Hlutverk Vinnueftirlitsins er að styðja við að öll komi heil heim úr vinnu og stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi með áherslu á forvarnir. Við erum að innleiða framsækna stefnu og framtíðarsýn með verkefnamiðaða starfsemi að leiðarljósi. Annars vegar er lögð áhersla á ferlamiðuð verkefni sem unnin eru í straumum og hins vegar á umbóta- og nýsköpunarverkefni sem streyma í gegnum verkefnastofu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þátttaka í vettvangsathugunum og stafrænum samskiptum við vinnustaði landsins með áherslu á áhættuþætti í tengslum við vinnustaðarmenningu þar á meðal samskipti , skipulag og stjórnun
 • Þátttaka í fjölbreyttum sérverkefnum sem tengjast góðri og uppbyggilegri vinnustaðarmenningu
 • Þátttaka í teymisvinnu og umbótastarfi
 • Upplýsingagjöf og leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks með áherslu á vinnuvernd og forvarnir

Menntun, hæfni og reynsla:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem vinnusálfræði, mannauðsstjórnun eða félagsráðgjöf
 • Farsæl starfsreynsla
 • Reynsla af farsælli teymisvinnu kostur
 • Góð greiningarhæfni
 • Frumkvæði og framsýni
 • Lausnamiðun og góð skipulagshæfni
 • Mikil hæfni í samskiptum
 • Mjög góð færni bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg
 • Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg

Starfshlutfall er 100% og starfið felur í sér ferðalög að hluta. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og er markmið Vinnueftirlitsins að greiða laun eins og best gerist hjá ríkinu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veita Heimir Guðmundsson, sviðsstjóri vinnuverndarsviðs, heimir.gudmundsson@ver.is og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fólks, upplýsinga og þróunar, hildur.gylfadottir@ver.is

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember næstkomandi og er sótt um starfið á www.alfred.is  . Óskað er eftir að kynningarbréf fylgi umsókn þar sem hæfni viðkomandi til að sinna starfinu er rökstudd.