Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2024

Viltu stuðla að öryggi með eftirliti á vinnuvélum

Samantekt

Viltu ganga til liðs við okkur hjá Vinnueftirlitinu og taka þátt í að auka vellíðan og öryggi starfsfólks á vinnumarkaði?

Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með þekkingu og áhuga á vinnuvélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga á vinnuverndarsviði.

Viðkomandi sinnir vinnuvélaskoðunum og hefur möguleika á því að vinna að sérverkefnum þeim tengdum.

Gleði, opið og lausnarmiðað hugarfar eru eiginleikar sem við leitum að.

Um er að ræða 100% starf á starfstöð okkar í Reykjavík.

Einnig er mögulegt að sinna starfinu frá Selfossi, Akranesi eða Reykjanesbæ. Viðkomandi er mikið á ferðinni og í einhverjum tilfellum getur verið um lengri ferðalög að ræða.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd eftirlits með skoðunarskyldum vinnuvélum og tækjum (lyftarar, jarðvinnuvélar, kranar, húsalyftur, katlar og aðrar tilfallandi vinnuvélar og tæki). Í því felst meðal annars skýrslugerð vegna eftirlitsins og eftirfylgni með fyrirmælum sem sett eru fram.
 • Þátttaka í umbótastarfi og þróun eftirlits með vinnuvélum og tækjum sem stofnunin sinnir.
 • Fræðsla til atvinnurekenda og starfsfólks um  vinnuvernd með áherslu á forvarnir og heilbrigða vinnustaðamenningu.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Iðn- eða tæknimenntun sem nýtist í starfi, svo sem vélvirkjun, bifvélavirkjun, rafvirkjun eða önnur iðn-/tækniþekking.
 • Sérhæfð reynsla og þekking sem nýtist í starfi, svo sem vinna við stjórnun og viðgerðir vinnuvéla eða önnur reynsla/þekking sem kann að nýtast.
 • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
 • Rík þjónustulund.
 • Frumkvæði og framsýni.
 • Mikil hæfni í samskiptum.
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
 • Enskukunnátta er skilyrði.
 • Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur.
 • Reynsla af kennslu og eða framsögu er kostur.
 • Reynsla af vinnuverndar- og öryggisstörfum er kostur.