Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2022

Viltu stuðla að vinnuvernd?

Samantekt

Við erum að leita að sérfræðingi í fyrirtækjaeftirlit á starfsstöð Vinnueftirlitsins á Akranesi.

Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir vinnuvernd, til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga sem hafa eftirlit með að farið sé eftir lögum um vinnuvernd. Starfið heyrir undir sviðsstjóra öryggis- og tæknisviðs Vinnueftirlitsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Fyrirtækjaeftirlit: undirbúningur, framkvæmd, skýrslugerð og eftirfylgni
 • Þátttaka í teymisvinnu og umbótastarfi
 • Upplýsingagjöf og leiðbeiningar
 • Þátttaka í innra starfi Vinnueftirlitsins

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun eða iðnmeistararéttindi sem nýtast í starfi æskileg
 • Þekking og reynsla af farsælli teymisvinnu og stýring verkefna
 • Reynsla af eftirlitsstörfum kostur
 • Reynsla af greiningum, textaskrifum og skýrslugerð
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
 • Mikil hæfni í samskiptum, gleði og jákvætt viðhorf
 • Mjög góð færni í íslensku og góð færni í ensku nauðsynleg. Vald á norðurlandatungumáli kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg

Starfshlutfall er 100% og starfið felur í sér ferðalög að hluta og er bílpróf því nauðsynlegt. Megin starfsstöð verður á Akranesi en einnig að hluta til í Reykjavík. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Komi til ráðningar þarf viðkomandi að framvísa hreinu sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. Umsóknum skal skilað á vefsíðu Alfreð. Senda skal ferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi í starfið er rökstudd. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri katrin.thorsteinsdottir@ver.is eða Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri, hildur.gylfadottir@ver.is.

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu. Hlutverk okkar er að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu. Lykilþáttur í starfseminni er að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi með áherslu á forvarnir og eftirlit með vinnuumhverfi, vinnuvélum og tækjum. Starfsfólk í eftirliti heimsækir vinnustaði til að fylgja því eftir að farið sé að vinnuverndarlögum og -reglugerðum.