Viltu stuðla að vinnuvernd og öryggi?
Samantekt
Vinnueftirlitið óskar eftir að ráða sérfræðing í eftirlit á starfsstöðvar Vinnueftirlitsins í Reykjavík eða Selfossi.
Við leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með mikinn áhuga á vinnuvernd til að bætast í okkar öfluga hóp.
Hlutverk Vinnueftirlitsins er að styðja við að öll komi heil heim úr vinnu og stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi með áherslu á forvarnir.
Við erum að innleiða framsækna stefnu og framtíðarsýn með verkefnamiðaða starfsemi að leiðarljósi. Annars vegar er lögð áhersla á ferlamiðuð verkefni sem unnin eru í straumum og hins vegar á umbóta- og nýsköpunarverkefni sem streyma í gegnum verkefnastofu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Undirbúningur og framkvæmd vettvangsheimsókna með áherslu á mannvirkjagerð
- Gerð skýrslna vegna eftirlits og eftirfylgni með fyrirmælum
- Rannsókn vinnuslysa
- Þátttaka í teymisvinnu og umbótastarfi
- Upplýsingagjöf og leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks með áherslu á vinnuvernd og á forvarnir
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. iðnmeistararéttindi eða háskólamenntun, t.d. á sviði mannvirkja- eða tæknigreina
- Þekking og reynsla af farsælli teymisvinnu
- Þekking og reynsla af mannvirkjaiðnaði og/eða eftirlitsstörfum kostur
- Reynsla af textaskrifum og skýrslugerð
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
- Mikil hæfni í samskiptum
- Góð færni í íslensku nauðsynleg og pólskukunnátta kostur
- Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg
Starfshlutfall er 100% og starfið felur í sér ferðalög að hluta. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur til og með 24. febrúar 2023
Sótt er um á vefsíðu www.alfred.is. Senda skal ferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem hæfni í starfið er rökstudd. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Komi til ráðningar þarf að framvísa hreinu sakavottorði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuverndarsviðs heimir.gudmundsson@ver.is eða Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fólks, upplýsinga og þróunar hildur.gylfadottir@ver.is.
Hlutverk Vinnueftirlitsins
Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og er hlutverk þess að tryggja að öll komi heilir heim úr vinnu. Lykilþættir í starfsemi stofnunarinnar er að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi með áherslu á forvarnir og eftirlit með vinnuumhverfi vinnustaða og með vinnuvélum og tækjum. Einnig annast stofnunin fræðslu um vinnuvernd, virka innleiðingu öryggismenningar á vinnustöðum, gott félagslegt starfsumhverfi, heilsueflingu á vinnustöðum og markvissar aðferðir í vinnuverndarstarfi.
Vinnueftirlitið annast skráningu vinnuslysa, eitrana og sjúkdóma sem eiga orsakir í starfsumhverfi í þeim tilgangi i að efla forvarnarstarf svo koma megi í veg fyrir að vinnuslys og atvinnusjúkdómar endurtaki sig. Vinnueftirlitið tekur jafnframt þátt í rannsóknarstarfi á sviði vinnuverndar.
Gildi Vinnueftirlitsins eru frumkvæði, forvarnir og fagmennska.
Nánari upplýsingar um stofnunina má finna hér á vefsíðunni.