Viltu stuðla að vinnuvernd og öryggi?
Samantekt
Vilt þú vera hluti af öflugri liðsheild sem stuðlar að vinnuvernd og öryggi?
Vinnueftirlitið leitar að þremur metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingum með mikla þekkingu og áhuga á vinnuvélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga á vinnuverndarsviði.
Viðkomandi munu koma til með að sinna vinnuvélaskoðunum ásamt því að veita leiðbeiningar á sviði vinnuverndar og vinna að sérverkefnum. Gleði, lausnarmiðað hugarfar og léttleiki eru eiginleikar sem leitað er að.
Um er að ræða þrjár 100% stöður. Ein er með starfstöð á Akranesi. Viðkomandi er mikið á ferðinni á Vesturlandi og í einhverjum tilfellum getur verið um lengri ferðalög að ræða. Önnur með starfsstöð á Ísafirði. Viðkomandi er mikið á ferðinni á Vestfjörðum/Vesturlandi og í einhverjum tilfellum getur verið um lengri ferðalög að ræða. Þriðja er með starfsstöð í Reykjanesbæ eða Reykjavík. Viðkomandi er mikið á ferðinni og í einhverjum tilfellum getur verið um lengri ferðalög að ræða.
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd eftirlits með skoðunarskyldum vinnuvélum og tækjum (lyftarar, jarðvinnuvélar, kranar, húsalyftur, katlar og aðrar tilfallandi vinnuvélar og tæki.) Í því felst meðal annars skýrslugerð vegna eftirlitsins og eftirfylgni með fyrirmælum sem sett eru fram
- Þátttaka í umbótastarfi og þróun eftirlits með vinnuvélum og tækjum sem stofnunin sinnir
- Leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks um góða vinnuvernd með áherslu á forvarnir og heilbrigða vinnustaðamenningu
- Önnur tilfallandi verkefni
- Menntun sem nýtist í starfi, svo sem vélvirkjun, bifvélavirkjun, vélfræði eða sambærilegt
- Sérhæfð reynsla og þekking sem nýtist í starfi, svo sem vinna við stjórnun og viðgerðir vinnuvéla
- Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
- Rík þjónustulund
- Frumkvæði og framsýni
- Mikil hæfni í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Kunnátta í ensku er æskileg
- Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur
- Reynsla af vinnuverndar- og öryggisstörfum er kostur
Vinnueftirlitið hefur þróast í takt við örar breytingar á vinnumarkaði og leggur sig fram við að skapa góðan vinnustað með heilbrigða vinnustaðamenningu. Markmiðið er að stuðla að bættri vellíðan, heilsu og öryggi starfsfólks þannig að öll komi heil heim. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og er markmið Vinnueftirlitsins að greiða laun eins og best gerist hjá ríkinu. Við bjóðum fjölskylduvænt starfsumhverfi og tækifæri til að þróast og þroskast í starfi.
Umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstudd hæfni viðkomandi sem nýtast mun í starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst næstkomandi.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út og öllum umsóknum verður svarað.
Vinsamlegast sækið um á alfred.is, en þar er hægt að velja á milli starfanna þriggja. Hlekki á störfin er líka að finna hér að ofan. Við hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri fólks, upplýsinga og þróunar (bergrun.sigurjonsdottir@ver.is)