Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir 4 árum síðan og því er hugsanlegt að innihald hennar eigi ekki lengur við.
14. desember 2018
Vinna bönnuð hjá fyrirtækinu Fylkir ehf.
Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins að Vesturbergi 195 í Reykjavík þann 13.12.2018, þar sem fyrirtækið Fylkir ehf. er með framkvæmd, kom í ljós að veigamikil atriðið varðandi aðbúnað starfsmanna og öryggisatriði voru í ólagi.
Vinna var bönnuð á öllu vinnusvæðinu þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin. Einungis er heimilt að vinna að úrbótum í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins.
Uppfært 20. des. 2018
Banni við vinnu hefur verið aflétt þar sem úrbætur hafa verið framkvæmdar.