26. apríl 2022
Vinnuvernd í verkefnadrifnu hagkerfi – morgunfundur í streymi 28. apríl
Samantekt
Vinnueftirlitið stendur fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni Vinnuvernd í verkefnadrifnu hagkerfi í samstarfi við Vinnuvistfræðifélag Íslands (VINNÍS) fimmtudaginn 28. apríl.
Fundurinn er haldinn í tilefni af Alþjóðlega vinnuverndardeginum sem ber upp 28. apríl ár hvert. Alþjóðavinnumálastofnunin fer fyrir deginum og í ár eru einkunnarorð hans samvinna og samtal um jákvæða vinnustaðamenningu og vinnuvernd.
Fundurinn, sem hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30, er öllum aðgengilegur í beinu streymi.
Fundarstjóri er Sigurður Einarsson, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.
Dagskrá:
- 8.30 Sigurður Einarsson Kynning
- 8:40 Margrét Ingólfsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Gott félagslegt vinnuumhverfi í dag og til framtíðar.
- 9:00 Hrefna Hugosdóttir, sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Félagslegt áhættumat – Greining og góður leiðarvísir sem tryggir öryggi og heilsu starfsfólks.
- 9:20 Hlé 5-10 mínútur
- 9:30 Herdís Pála Pálsdóttir Giggarar – bylting á vinnumarkaði, eða er þetta ekkert nýtt?
- 9:50 Jakob Tryggvason, formaður félags tæknifólks. Virkar öryggisnetið í verkefnadrifnu hagkerfi?
- 10:10 Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður á vinnumarkaðssviði hjá Samtökum atvinnulífsins. Kallar verkefnadrifið hagkerfi á endurskoðun regluverks?
- 10:25 Sigurður Einarsson Lokaorð