Hoppa yfir valmynd

Fréttir

Sérfræðingur í vinnuvélaeftirliti

Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með mikla þekkingu og áhuga á vinnuvélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga á vinnuverndarsviði.  

Viltu ganga til liðs við okkur hjá Vinnueftirlitinu og taka þátt í að auka vellíðan starfsfólks á vinnumarkaði?  

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi með þekkingu á sálfélagslegum þáttum, þar með talið stjórnun, skipulagi og samskiptum, til að stuðla að bættri vellíðan og heilsu þátttakenda á innlendum vinnumarkaði.

Góð vinnustaðamenning er forvörn gegn einelti

Dagurinn í dag er tileinkaður baráttunni gegn einelti. Ljóst að margt starfsfólk hefur upplifað eða orðið vitni að einelti í starfsumhverfinu sem veldur vanlíðan fólks og hamlar árangri fyrirtækja.

Fjar- og netnámskeið um vinnuvélar, vinnuvernd, efni og efnahættur

Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreytt námskeið um vinnuvélar, vinnuvernd, efni og efnahættur. Flest námskeiðin eru kennd í gegnum Teams fjarfundakerfið en einnig eru komin á dagskrá nokkur netnámskeið. Á næstunni eru eftirfarandi námskeið í boði.

Sérfræðingur í vinnuvélaeftirliti á Ísafirði

Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með mikla þekkingu og áhuga á vélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga sem hafa eftirlit með vélum og tækjum skv. lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Starfið heyrir undir sviðsstjóra vinnuverndarsviðs.