Hoppa yfir valmynd

Merki

Í tilefni af fertugasta afmælisári Vinnueftirlitsins 2021 fékk stofnunin nýja ásýnd og vefsíðu.

Merki Vinnueftirlitsins táknar tvær meginstoðir starfseminnar sem eru forvarnir (upphrópunarmerkið) og eftirlit (tékk-merkið). Á sama tíma má hæglega lesa úr tákninu stafina V og E.

Aðalliturinn er grænn, en liturinn stendur fyrir velferð. Til viðbótar notum við appelsínugulan, sem táknar aðgát – um leið og hann bætir við ferskleika.

Vefinn prýða myndir af vinnandi fólki við hin ýmsu störf en vinnan okkar hjá Vinnueftirlitinu snýst um velferð þess.