Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Niðurrif á asbesti

Efnisyfirlit

Réttindi að loknu námskeiði

Nám fyrir þau sem hyggjast vinna við tilkynningaskylt niðurrif á asbesti. Skilyrði fyrir því að fá leyfi til að rífa niður asbest er að búa yfir þekkingu á skaðsemi þess og nauðsynlegum mengunarvörnum.

Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk sem valda lítilli mengun. Til dæmis:

  • Við niðurrif á þakplötum og ytri klæðningu utanhúss.

  • Við minniháttar niðurrif og viðhaldsvinna innanhúss.

Þau sem ljúka námskeiðinu eru á skrá hjá Vinnueftirlitinu svo hægt sé að meta umsóknir um asbestvinnu.

Námskeiðið veitir ekki réttindi til stærri verkefna eða vinnu við eða með laust asbest þar sem hætta er á verulegri asbestmengun.

Hvað er asbest?

Asbestþræðir eru mjög slitsterkir og þola mjög mikinn hita. Asbest var áður notað sem brunavarnarefni, hitaeinangrun og við iðnað. Við vinnu með asbest myndast nálar- eða þráðlaga asbestryk. Þetta ryk er hættulegt heilsunni og er notkun þess bönnuð á Evrópska efnahagssvæðinu.

Um námskeiðið

Hvenær er námskeiðið kennt?

Námskeiðið er í boði allt árið. Það hefst þegar nemandinn skráir sig og er opið í átta vikur frá skráningu. NÁMSKEIÐIÐ ER VÆNTANLEGT

Skipulag náms

Námskeiðið er kennt á netinu, í fræðslukerfi Vinnueftirlitsins. Nemendur geta stundað námið hvar og hvenær sem þeim hentar. Það tekur um það bil þrjár klukkustundir að fara í gegnum námskeiðið.

Námsefni

Námskeiðið tekur til eftirfarandi þátta:

Hvað er asbest?

  • Til hvers er það notað?

  • Hvar er það helst að finna?

Hvernig berst asbest inn í líkamann?

  • Hvaða áhrifum veldur það?

Lög og reglur

  • Skyldur þeirra sem taka að sér asbestvinnu

  • Heilsufarsskoðanir

  • Leyfi sem þarf til asbestvinnu

  • Verklýsing og tilkynningar

  • Merkingar

  • Förgun

Greining á asbesti

  • Mengunarmælingar og mengunarmörk

Vinnuaðferðir og vinnuaðstæður

  • Tækjabúnaður

  • Mengunarvarnir

  • Persónuhlífar

  • Pökkun og frágangur

  • Þrif

  • Flutningur

Önnur tungumál

Enska: Á dagskrá tvisvar á ári.

Próf

Ekki er prófað úr námsefninu.

Námskeið hjá öðrum

Það er hægt að afla sér þekkingar á vinnu með asbest á fleiri stöðum. Þeir sem setið hafa námskeið annarra, sem Vinnueftirlitið viðurkennir, teljast hafa fengið nægjanlega fræðslu.

Þess vegna er mikilvægt að aðilar sem Vinnueftirlitið samþykkir til að halda asbestnámskeið upplýsi stofnunina að loknu hverju námskeiði hverjir hafa setið það.

Mat Vinnueftirlitsins á námi

Til að Vinnueftirlitið geti metið umsóknir aðila um að halda námskeið, þarf að leggja fram allt námsefni ásamt upplýsingum um fyrirkomulag námskeiðsins þar með talið fjölda kennslustunda.

Þeim sem Vinnueftirlitið hefur veitt samþykki til að halda asbestnámskeið er skylt að tilkynna fyrir fram um fyrirhuguð námskeið og senda stofnuninni upplýsingar um þátttakendur sem lokið hafa námskeiðinu.

Vinnueftirlitið áskilur sér rétt til að senda fulltrúa á námskeiðið, án sérstaks fyrirvara, til að meta hvort það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru.

Verð

22.400 krónur


Næstu námskeið