Asbestnámskeið
Réttindanámskeið ætlað þeim sem sem hyggjast vinna við tilkynningaskylt asbestniðurrif.
Uppbygging og skipulag
Námskeiðið er netnámskeið unnið í samstarfi við Iðuna fræðslusetur. Það er opið þáttakendum í þrjá daga, en það tekur um þrjár klukkustundir að fara í gegnum efnið.
Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk er valda lítilli mengun. Til dæmis niðurrif á þakplötum og ytri klæðningu utanhúss svo og minniháttar niðurrif og viðhaldsvinnu innanhús. Námskeiðið veitir ekki réttindi til stærri verkefna eða vinnu við eða með laust asbest þar sem hætta er á verulegri asbestmengun.
Asbestnámskeið er á dagskrá annan hvern mánuð en óskir um sérnámskeið má senda á netfangið vinnueftirlit@ver.is.
Námsskrá asbestnámskeiðs
Asbestvinna er að öllu jöfnu bönnuð samanber reglugerð um bann við notkun asbests á vinnustöðum. Vinnueftirlitið getur veitt undanþágu til asbestvinnu sem oftast felst í viðhaldi á eldra húsnæðis þar sem asbest var notað við byggingu. Einungis má veita þeim leyfi til vinnu við asbest sem hlotið hafa nægjanlega fræðslu um asbest, skaðsemi þess og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að verja þá sem eru útsettir fyrir mengun af völdum asbests.
Þeir sem setið hafa námskeið Vinnueftirlitsins um vinnu við asbest, eða annara sem stofnunin viðurkennir teljast hafa fengið nægjanlega fræðslu. Stofnunin heldur skrá yfir þá sem setið hafa námskeið í því skyni að geta metið umsóknir um asbest vinnu. Þess vegna er mikilvægt að aðilar sem Vinnueftirlitið samþykkir til að halda asbestnámskeið upplýsi stofnunina að loknu hverju námskeiði hverjir hafa setið það.
Námskrá námskeiðsins tekur mið af kröfum í reglugerðum um bann við notkun asbests á vinnustöðum og nr. 705/2009 um asbestúrgang.
Bann við notkun asbests á vinnustöðum
Reglugerð nr. 430/2007 umAsbestúrgang
Reglugerð nr. 705/2009 um
Námskeiðið tekur til eftirfarandi þátta
Hvað er asbest?
- Til hvers er það notað?
- Hvar er það helst að finna?
Hvernig berst asbest inn í líkamann?
- Hvaða áhrifum veldur það?
Lög og reglur
- Skyldur þeirra sem taka að sér asbestvinnu
- Heilsufarsskoðanir
- Leyfi sem þarf til asbestvinnu
- Verklýsing og tilkynningar
- Merkingar
- Förgun
Greining á asbesti
- Mengunarmælingar og mengunarmörk
Vinnuaðferðir og vinnuaðstæður
- Tækjabúnaður
- Mengunarvarnir
- Persónuhlífar
- Pökkun og frágangur
- Þrif
- Flutningur
Umsóknir um námskeiðshald
Til að Vinnueftirlitið geti metið umsóknir aðila um að halda námskeið, þarf að leggja fram allt námsefni ásamt upplýsingum um fyrirkomulag námskeiðsins þar með talið fjölda kennslustunda.
Þeim sem Vinnueftirlitið hefur veitt samþykki til að halda asbestnámskeið er skylt að tilkynna fyrir fram um fyrirhuguð námskeið og senda stofnuninni upplýsingar um þátttakendur sem lokið hafa námskeiðinu.
Vinnueftirlitið áskilur sér rétt til að senda fulltrúa á námskeiðið, án sérstaks fyrirvara, til að meta hvort það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru.