Hoppa yfir valmynd

Efnahættur á rannsóknarstofum 

Á rannsókna- og tilraunastofum getur skapast hætta þar sem hættuleg efni í föstu, fljótandi eða loftkenndu ástandi eru notuð.

Um hvað er námskeiðið?

  • Helstu hættur sem stafa af efnum sem notuð eru á vinnustöðum
  • Flokkun, merking og upplýsingaöflun um hættuleg efni
  • Meðhöndlun og geymsla hættulegra efna
  • Persónuhlífar, varnir og viðbúnaður gegn efnahættum
  • Slysahættur á rannsóknarstofum
  • Verklag við meðhöndlun efna á rannsóknarstofum
  • Öryggis- og varnarbúnaður á rannsóknarstofum
  • Dæmi um aðferð við gerð áhættumats vegna efnahættu

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir starfsmenn, umsjónamenn, sérfræðinga, kennara og leiðbeinendur á rannsókna- og tilraunastofum þar sem hættuleg efni í föstu, fljótandi eða loftkenndu ástandi eru notuð.

Ávinningur

Þátttakendur kynnast efnahættum t.d. á rannsóknastofum og reglum um notkun og upplýsingagjöf. Aðferðum og hjálpartækjum við gerð áhættumats vegna varasamra efna.

Uppbygging

Fyrirlestur með slæðum, spurningum , svörum og æfingu í áhættumati.

Lengd

3 klst.