Efnanotkun og efnaáhættumat
Gera þarf áhættumat vegna varasamra efna á vinnustað.
Um hvað er námskeiðið?
- Helstu hættur sem stafa af efnum sem notuð eru á vinnustöðum
- Flokkun, merking og upplýsingar um hættuleg efni
- Meðhöndlun og geymsla hættulegra efna
- Persónuhlífar, varnir og viðbúnaður gegn efnahættum
- Algeng hættuleg efni í iðnaði hérlendis
- Hættuleg efni í almennri atvinnustarfsemi
- Uppruni mengunarefna í vinnuumhverfi
- Dæmi um aðferð við gerð áhættumats vegna efnahættu
Fyrir hverja?
Námskeiðið er hugsað fyrir stjórnendur, starfsmenn og sérfræðinga fyrirtækja sem nota hættuleg efni.
Ávinningur
Þátttakendur kynnast efnum og efnahættum ásamt reglum um notkun og upplýsingagjöf. Farið verður yfir áhættumat vegna varasamra efna.
Uppbygging
Fyrirlestur, myndir, myndbönd og verkefni.
Lengd
3 klst.