Sprenginámskeið
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að fara með sprengiefni og annast sprengivinnu.
Um hvað er námskeiðið?
Á námskeiðinu er farið í lög og reglugerðir um sprengiefni, geymslu sprengiefna, flutning sprengiefna, myndun hættulegra efna við sprengingar og áhrif þeirra, almenn sprengifræði, jarðfræði, mismunandi gerðir sprengiefna, eyðingu sprengiefna, kveikjur, reiknisaðferðir við sprengingar, hagnýta útreikninga og fleira.
Námskeiðið, sem haldið er á vorin, er bóklegt og lýkur með skriflegu prófi.
Til að öðlast leyfi lögreglustjóra til að fara með sprengiefni og annast sprengingar þarf, auk þess að sitja þetta bóklega námskeið, að taka verklegt próf í meðferð sprengiefna og sprengingavinnu.
Sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar
Reglugerð nr. 510/2018 um
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fræðilegt og ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að fara með sprengiefni og annast sprengivinnu, samkvæmt reglugerð um sprengiefni.
Skipulag og lengd
Um er að ræða fimm daga námskeið, samtals 36 tíma auk próftíma á síðasta kennsludegi.
Athugið að fjöldi þátttakanda er takmarkaður. Námskeiðið er eingöngu haldið ef næg þátttaka fæst.