Hoppa yfir valmynd

Vélahermar
Kennsluhermar

Samantekt

Lengi vel fóru verkleg próf á vinnuvélar eingöngu fram við misjafnar aðstæður á vinnustöðum þar sem vélarnar eru í notkun. Í kennsluhermum Vinnueftirlitsins er hins vegar hægt að prófa á samræmdan hátt með stöðluðum aðferðum og við öruggar aðstæður.

Vinnuvélanámskeið og réttindi

Vinnueftirlitið býður upp á kennslu í hermum fyrir vinnuvélar bæði til verklegrar próftöku og til verklegrar þjálfunar stjórnenda vinnuvéla.

Til að geta öðlast réttindi til að stjórna vinnuvél þarf viðkomandi að vera orðin 17 ára, hafa ökuréttindi á bifreið og hafa lokið tilskildu námi og þjálfun. Námskeiðunum lýkur með prófi sem veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara. Að lokinni verklegri þjálfun í kennsluhermunum fer fram verklegt próf í hermunum. Að loknu verklegu prófi er sótt um vinnuvélaskírteini sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél.

Fimm skref í átt að vinnuvélaréttindum

Til að geta öðlast vinnuvélaréttindi þarf að hafa náð 17 ára aldri og að vera með ökuréttindi á bifreið.

Séu ökuréttindi til staðar er hægt að taka frumnámskeið og bóklegt próf.

Bóka frumnámskeið

Að loknu frumnámskeiði er hægt að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara.
Vinnueftirlitið býður upp á þjálfun í kennsluhermum á tilteknar vinnuvélar undir leiðsögn kennara.

Hægt er að bóka æfingatíma í hermi í síma 550 4600 eða með tölvupósti á vinnueftirlit@ver.is

Verklegt próf getur farið fram að lokinni verklegri þjálfun.
Vinnueftirlitið býður upp á verkleg próf í vélahermum á tilteknar vinnuvélar.

Hægt er að bóka próftöku í hermi i síma 550 4600 eða með tölvupósti á vinnueftirlit@ver.is

Þegar nemandi hefur lokið verklegu prófi getur hann sótt um vinnuvélaskírteini sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél.

Ath! - Skila þarf inn beiðni um æfingatíma eða próftöku í vélahermi áður en tíminn hefst.

Æfingatími eða próftaka í vélahermi

Vélaflokkar í hermum

Hermarnir nýtast til að öðlast réttindi í eftirfarandi vélaflokkum:

  • Staðbundnir kranar (byggingakranar)
  • Hafnarkranar, lyftigeta > 18 tm

  • Grindabómukranar, lyftigeta > 18 tm
  • Hleðslukranar, lyftigeta > 18 tm
  • Vökvakranar með skotbómu, lyftigeta > 18 tm

  • Hleðslukranar, lyftigeta 8 – 18 tm

  • Gröfur á hjólum/beltum með 360°snúning, eiginþyngd yfir 4 tonn
  • Gröfur á hjólum (traktorsgröfur), eiginþyngd yfir 4 tonn

  • Ámokstursskóflur á beltum, eiginþyngd yfir 4 tonn
  • Ámokstursskóflur á hjólum, eiginþyngd yfir 4 tonn

  • Dráttartæki, hreyfill > 15 kW
  • Sopar, snjóplógar og blásarar, vélbörur o.fl., hreyfill > 15 kW
  • Dráttarvélar með tækjabúnaði, hreyfill > 15 kW
  • Efnisdælur, blöndunarvélar, dembarar
  • Sérbúnar vinnuvélar í iðjuverum, hreyfill > 15 kW
  • Gröfur og skóflur, eiginþyngd ≤ 4 tonn
  • Snjótroðarar, hreyfill > 15 kW
  • Dráttartöggar, hreyfill > 15 kW

  • Lyftarar með mastur/skotbómu, lyftigeta 1 – 10 tonn
  • Afgreiðslutæki á flugvöllum, hreyfill > 15 kW

Staðsetning vélaherma

Vinnueftirlitið
Dvergshöfða 2, annarri hæð
110 Reykjavík

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar sendist á netfangið vinnueftirlit@ver.is

Kynningarmyndband

Hermarnir eru af gerðinni Vortex frá fyrirtækinu CM Labs .

English

Polskie