Hoppa yfir valmynd

Þjónustuaðilar í vinnuvernd

Námskeið vegna viðurkenningar sérfræðinga sem hyggjast veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Þjónustuaðili er sá sem veitir heildstæða eða sértæka þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Þjónustuaðili þarf að hafa aðgang að sérfræðingum eða vera sjálfur sérfræðingur ef hann starfar á eigin vegum.

Vinnueftirlitið skal hafa veitt viðurkenningu um að viðkomandi sérfræðingur hafi fullnægjandi þekkingu á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðru sambærilegu sérsviði og að færni sé til staðar til að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum í vinnuumhverfinu.

Til þess að fá viðurkenningu Vinnueftirlitsins þurfa sérfræðingar að hafa sótt námskeiðið sem hér um ræðir.

Sjá lista yfir viðurkennda þjónustuaðila.

Innihald námskeiðs

Námskeiðið veitir fræðslu um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og um íslensk lög og reglur á sviði vinnuverndar. Jafnframt veitir námskeiðið þátttakendum þekkingu og þjálfun í gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem sækjast eftir viðurkenningu Vinnueftirlitsins til að starfa sem þjónustuaðilar eða sérfræðingar samkvæmt reglugerð um viðurkenningu þjónustuaðila og sérfræðinga sem veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Einstaklingar sem sækja námskeiðið skulu hafa hlotið menntun á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðrum sambærilegum sérsviðum og hafa grunnþekkingu til að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta, svo sem eðlisfræðilegra, efnafræðilegra, líffræðilegra og sálfræðilegra þátta í vinnuumhverfi.

Skipulag námskeiðs

Námskeiðið er haldið sem fjarnámskeið í gegnum fundakerfi TEAMS. Tímalengd námskeiðs er 32 kennslustund sem dreifast yfir 2,5 vikur.

Þátttakendur taka þátt í tímasettri dagskrá ásamt því að hlusta á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og stunda sjálfsnám á tímabilinu. Námsmat er gert með því að prófa úr almennum hluta námsins og þurfa nemendur að svara 80% af prófinu rétt til að standast það. Einnig vinnur nemandi sjálfstætt verkefni á því sviði sem hann sækist eftir viðurkenningu á.

Umsækjendur eru hvattir til þess að senda inn umsókn sem fyrst um viðurkenningu á netfangið vinnueftirlit@ver.is og eigi síðar en tveimur vikum fyrir áætlað námskeið, þannig að hægt sé að meta þekkingu og færni þeirra með tilliti til þess að hljóta viðurkenningu.

Dagskrá

VikaDagurSkipulag
1. vikaFöstudagurTEAMS-lota 1
Tímasett dagskrá: Kynning + almennur hluti
Skyldumæting kl 8:00-13:00
2. vikaMánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Heimalota 1
Almennur hluti: Skyldunámsefni
FöstudagurUmræðufundur á TEAMS
Hvernig gengur?
Skyldumæting kl. 11-12
Krossapróf kl 13-14 - Skyldumæting
3. vikaMánudagur
Þriðjudagur
Heimalota 2
Sértæk lota: Fyrirlestrar eftir sérsviði umsækjanda
MiðvikudagurUmræðufundur á TEAMS - skipt eftir sérsviðum
Verkefni hefst - Skyldumæting kl 8-9 eða kl 9-10
Fimmtudagur
Föstudagur
Verkefni
4. vikaMánudagurTEAMS-lota 2
Kynning á verkefni
Skyldumæting kl 8:10-12:30

Efnisatriði námskeiðs

  • Námskeiðið veitir þekkingu á vinnuverndarstarfi í fyrirtækjum.
  • Námskeiðið veitir almenna þekkingu á áhættuþáttum í vinnuumhverfi, vinnuskipulagi og við framkvæmd vinnu.
  • Námskeiðið veitir þekkingu á þeim lögum og reglugerðum sem ná til vinnuumhverfis, öryggis og heilbrigðis starfsfólks.
  • Námskeiðið veitir þekkingu á forvörnum á vinnustað.
  • Námskeiðið veitir þekkingu á hlutverki þjónustuaðila.
  • Námskeiðið veitir þekkingu í gerð skriflegra áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
  • Námskeiðið veitir sértæka þekkingu og þjálfun í gerð áhættumats á því sérsviði sem viðkomandi umsækjandi sækist eftir viðurkenningu á.

Hvenær?

Námskeiðið er haldið árlega í upphafi hvers árs.