Hoppa yfir valmynd

Námskeið um umhirðu katla

Námskeiðið fjallar um gufukatla og gufukerfi, einnig er komið inn á heitavatnskatla.

Um hvað er námskeiðið?

Farið er í uppbyggingu og virkni ketilkerfa, rekstur og framkvæmd á daglegu eftirliti og umhirðu sem tengist gufu- og heitavatnskötlum. Farið er yfir prófanir á öryggisbúnaði katlanna.

Rætt er um vatn á ketilkerfum – hvað þarf að hafa í huga til að tæringar og útfellingar verði minni í vatninu við notkun. Einnig er rætt um gufulagnir, rafmagnskatla, rafskautakatla og olíukatla.

Fyrir hverja?

Gufukatlar eru notaðir víða, má þar nefna þvotta- og efnalaugar, veitingahús og stór eldhús, sorpbrennslustöðvar, fiskibræðslur, sælgætisgerðir, gos og ölgerðir o.s.frv. Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem vinna við og með búnað þar sem gufa er notuð, einkum þá sem sjá um daglega umhirðu ketilkerfanna.

Ávinningur

Aukin þekking um uppbyggingu og rekstur ketilkerfa og þær hættur sem geta skapast.

Uppbygging

Fyrirlestrar, myndir, myndbönd og umræður.

Lengd

6 klst.