Hoppa yfir valmynd

Vinna í hæð

Megináhersla námskeiðsins er á forvarnir þar sem fyrst er reynt að draga sem mest úr vinnu í hæð og síðan að stýra áhættunni innan ásættanlegra marka.

Um hvað er námskeiðið?

Farið er yfir áhættumat fyrir vinnu í hæð og hvernig bregðast þarf við mismunandi aðstæðum sem tengjast slíkri vinnu. Meðal umfjöllunarefna er ýmis búnaður sem tengist vinnu í hæð svo sem tröppur, pallar og vélbúnaður sem og persónuhlífar og notkun þeirra.

Fyrir hverja?

Alla sem þurfa að vinna í hæð og einnig þá sem skipuleggja eða stýra slíkri vinnu.

Ávinningur

Aukin þekking á áhættunni sem fylgir því að vinna í hæð og möguleiki á fækkun vinnuslysa.

Uppbygging

Námskeiðið er kennt í gegnum Teams-fjarfundakerfið og byggir á fyrirlestri, myndböndum og umræðum.

Lengd

3 klst.