Hoppa yfir valmynd

Vinna í lokuðu rými

Námskeiðið er netnámskeið unnið í samstarfi við Iðuna fræðslusetur. Það er opið þáttakendum í þrjá daga, en það tekur um þrjár klukkustundir að fara í gegnum efnið.

Um hvað er námskeiðið?

Námskeiðið fjallar um lokuð rými og þær hættur sem geta leynst þar, s.s. súrefnisskortur og sprengihætta. Stutt kynning á Vinnueftirlitinu, Vinnuverndarlögunum og starfi öryggisvarða og öryggistrúnaðarmanna. Kynning á gerð áhættumats og mikilvægi þess sem tækis til að fyrirbyggja slys og annað heilsutjón starfsfólks við vinnu.

Fyrir hverja?

Alla sem þurfa að vinna í lokuðum rýmum (tankar, þrær, lagnastokkar, keðjukassar o.s.frv.), mikilvægt að menn átti sig á hættum og hvernig standa skuli að því að tryggja öruggt vinnuumhverfi.

Ávinningur

Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að þekkja þær aðstæður þar sem sérstök hætta getur skapast og þekkja helstu aðferðir til að tryggja örugga vinnu.

Uppbygging

Námskeiðið er í fyrirlestrarformi og lýkur með stuttu námsmati.

Lengd

3 klst.