Ársskýrsla 2018Hlutverk, verkefni & gildi
Hlutverk
Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu. Hlutverk þess er að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu.
Lykilþáttur í starfsemi stofnunarinnar er að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi með áherslu á forvarnir og eftirlit með vinnuumhverfi, vinnuvélum og tækjum. Þá annast stofnunin fræðslu um vinnuvernd, virka innleiðingu öryggismenningar á vinnustöðum og innleiðingu markvissra aðferða í vinnuverndarstarfi. Vinnueftirlitið tekur jafnframt þátt í rannsóknarstarfi á sviði vinnuverndar.
Gildi Vinnueftirlitsins
Frumkvæði
Felst í því að leggja óumbeðið fram tillögur sem stuðla að framförum og taka þátt í því að hrinda þeim í framkvæmd þegar við á.
Forvarnir
Ráðstafanir til að koma í veg fyrir heilsutjón og draga úr afleiðingum atburða og aðstæðna sem gætu valdið heilsutjóni.
Fagmennska
Felur í sér að verk séu unnin heiðarlega, á grundvelli fullnægjandi þekkingar og í samræmi við lög, reglur og viðurkennt verklag.
Nýjar reglugerðir
Vinnueftirlitið vinnur í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og samtök aðila vinnumarkaðarins að gerð reglugerða sem settar eru á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Tæki sem brenna gasi
Reglugerð nr. 727/2018 umGerð persónuhlífa
Reglugerð nr. 728/2018 umRöraverkpalla
Reglugerð nr. 729/2018 umTogbrautabúnað til fólksflutninga
Reglugerð nr. 1070/2018 um
Minningarorð
Eyjólfur Þór Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, lést 5. október 2018.
Hlutverk, verkefni & gildi
Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu. Hlutverk þess er að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu.
Lykiltölur
Yfirlit yfir lykiltölur á árinu
Árið í hnotskurn
Árið í hnotskurn