Ársskýrsla 2018Lykiltölur
Eftirlit með vélum og tækjum er stór þáttur í starfsemi Vinnueftirlitsins. Sömuleiðis fyrirtækjaeftirlit þar sem haft er eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum og gefin fyrirmæli um úrbætur gerist þess þörf. Slysaskrá stofnunarinnar er ekki síður mikilvægur hornsteinn í starfseminni en þar er haldið utan um öll vinnuslys sem tilkynnt eru til stofnunarinnar lögum samkvæmt. Markmiðið með því að halda miðlæga skrá er ekki hvað síst að sjá hvar úrbóta er þörf til að fyrirbyggja frekari slys og heilsutjón.
Vinnuvélaeftirlit
17.988 vinnvélar og tæki voru skoðuð á árinu eða 72% af skráðum vinnuvélum og tækjum
94 %Hlutfall skoðaðra lyfta
28.026 Fjöldi tækja og véla í lok árs
2.208 nýskráð tækifærð af forskrá frá fyrra ári
132 noktun vinnuvélabannaðar á árinu
Fyrirtækjaeftirlit
1.205 fyrirtækjaskoðanir voru framkvæmdar. Flestar í veitinga- og hótelrekstri, bygginga- og mannvirkjagerð, opinberri þjónustu, fiskiðnaði og smásöluverslun.
683 Reglubundnar skoðanir
8 Reglubundnar endurskoðanir
501 Takmarkaðar úttektir
13 Takmarkaðar endurskoðanir
Tilefni skoðana var að stærstum hluta að frumkvæði Vinnueftirlitsins eða í 658 tilfellum. Í 230 tilfellum voru þær að beiðni eigenda, í 157 tilfellum vegna slyss eða óhapps og í 55 tilfellum vegna kvörtunar.
Fjöldi fyrirmæla: 3.170 Algengast er að gefa fyrirmæli um öryggismál, vinnuverndarstarf, vélar og tæki.
Fjöldi þar sem notkun tækja eða vinna hefur verið bönnuð: 156
Fjöldi dagsektarmála: 121
Fjöldi leyfisveitinga (þ.e. umsagnir um veitingaleyfi, starfsleyfi, leyfi fyrir niðurrifi á asbesti og löggildingu rafvirkja): 1.076, þar af 967 umsagnir um veitingaleyfi
Vinnuslys
3 Banaslys við vinnu
2203 Fjöldi tilkynntra vinnuslysa. Þar af 1439 karlar og 764 konur.
369 Slys urðu í opinberri stjórnsýslu
201 Slys í opinberri þjónustu
268 Slys í mannvirkjagerð
220 Slys í flutningastarfsemi
Þróun tilkynntra vinnuslysa 2008 – 2018
Öll slys þar sem starfsmaður er fjarverandi að minnsta kosti einn dag til viðbótar við slysdaginn skal tilkynna til Vinnueftirlitsins. Tilkynningum hefur fjölgað síðustu árin í takt við fjölgun starfandi á vinnumarkaði.
Vinnuslys 2008-2018
Á árabilinu 2014-2016 urðu um 1,10-1,11% þeirra sem voru á vinnumarkaði fyrir vinnuslysum en hlutfallið var lægst árið 2010 eða 0,8% (sjá töflu hér að neðan). Árið 2017 má sjá að aðeins dregur út tilkynntum slysum miðað við fjölda starfandi (1,10%) borið saman við árið 2016 (1,11%), en hlutfallið 2018 er sama og 2015 og 2016. Má því telja að litlar breytingar hafa orðið á fjölda tilkynntra vinnuslysa.
Hlutfall slasaðra af þeim sem starfa á vinnumarkaði árin 2008-2018.
Ár | Fjöldi starfandi | Fjöldi slysa | Hlutfall slasaðra |
---|---|---|---|
2008 | 179.100 | 1865 | 1,04% |
2009 | 168.000 | 1367 | 0,81% |
2010 | 167.400 | 1339 | 0,80% |
2011 | 167.400 | 1557 | 0,93% |
2012 | 169.100 | 1642 | 0,97% |
2013 | 175.000 | 1801 | 1,03% |
2014 | 177.800 | 1964 | 1,10% |
2015 | 183.700 | 2052 | 1,11% |
2016 | 190.600 | 2117 | 1,11% |
2017 | 194.000 | 2137 | 1,10% |
2018 | 198.400 | 2203 | 1,11% |
Byggt á tilkynningum til Vinnueftirlitsins og fjölda starfandi skv. Hagstofu Íslands.
Flestar tilkynningar um vinnuslys árin 2014-2018 voru vegna starfa í opinberri stjórnsýslu, opinberri þjónustu, bygginga- og mannvirkjagerð og flutningastarfsemi.
[GRAF]Starfsgreinar með flest tilkynnt vinnuslys 2014-2018.
Við samanburð milli áranna 2017 og 2018 kemur í ljós að það er hlutfallslega mest fjölgun tilkynntra slysa frá veitingahúsum og hótelum (32%), flutningastarfsemi (12%) og opinberri stjórnsýslu (4%). Vöxtur í ferðaþjónustu hefur haft áhrif á þessar starfsgreinar og verkefnum fjölgað hjá vissum starfshópum, meðal annars hjá lögreglunni og í þjónustugreinum. Fjölgun tilkynninga frá hótelum og veitingastöðum getur ef til vill einnig skýrst af aukinni vitund í starfsgreininni, meðal annars eftir eftirlitsátak Vinnueftirlitsins á hótelum árin 2017-2018. Það getur hafa stuðlað að aukinni vitneskju um skyldu atvinnurekenda að tilkynna vinnuslys.
Vinnuslysum í bygginga- og mannvirkjagerð hefur fjölgað um 35% á árabilinu 2014-2018, að teknu tilliti til fjölda starfandi í greininni. Erlent starfsfólk er margt í greininni og er það í aukinni áhættu vegna félagslegra undirboða, sem geta haft þau áhrif að vinnuslys eru síður tilkynnt. Það er áskorun sem Vinnueftirlitið ásamt öðrum eftirlitsstofnunum stendur frammi fyrir og vinnur kerfisbundið að því að ráða bót á.
Regluleg námskeið Vinnueftirlitsins
Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreytt námskeið tengd vinnuvélum, vinnuvernd, efnum og efnahættum.
Árið 2018 sátu samtals 3729 nemendur námskeið hjá Vinnueftirlitinu.
Samtals sátu 944 nemendur vinnuverndarnámskeið, þar af 587 námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og 357 önnur vinnuverndarnámskeið.
Samtals sátu 2376 réttindanámskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. Þar af 775 frumnámskeið á íslensku, 138 frumnámskeið á ensku og 385 frumnámskeið á pólsku, 61 byggingakrananámskeið og 1017 önnur vinnuvélanámskeið.
Samtals sátu 332 ADR námskeið til að öðlast réttindi til að flytja hættulegan farm á götum úti. 77 sátu námskeið um meðhöndlun á Asbesti.
Mannauður
78 störfuðu hjá Vinnueftirlitinu í lok árs 2018, 51 karlar og 27 konur með fjölbreytta menntun og víðtæka þekkingu og reynslu á starfssviði stofnunarinnar. Starfsemin er dreifð á 9 starfsstöðvar um allt land. Árið 2018 var 64% starfsfólks starfandi í Reykjavík en 36% í öðrum landshlutum. Fjöldi stöðugilda (ársverk) voru hins vegar 71 á árinu.
Minningarorð
Eyjólfur Þór Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, lést 5. október 2018.
Hlutverk, verkefni & gildi
Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu. Hlutverk þess er að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu.
Lykiltölur
Yfirlit yfir lykiltölur á árinu
Árið í hnotskurn
Árið í hnotskurn